Fréttatilkynning:

Bjór tileinkaður sjómönnum Íslands bruggaður í Vestmannaeyjum

30.Maí'16 | 09:05

The Brothers Brewery sem er eitt minnsta brugghús Íslands og staðsett er í Vestmannaeyjum mun setja í sölu á veitingastaðnum Einsi Kaldi bjórinn Togarinn um sjómannadagshelgina. Aldrei áður hefur verið bruggaður sérstakur bjór tileinkaður sjómönnum Íslands í tilefni sjómannadagshelgarinnar.

The Brothers Brewery fékk starfsleyfi í upphafi ársins 2016 en upphaf þess má rekja til ársins 2012 þegar stofnendur þess byrjuðu að ræða það sín á milli að brugga sinn eigin bjór. Fyrst um sinn átti brugguninn hjá stofnendum að vera eingöngu áhugamál en fljótlega var farið að ræða það og skoða af alvöru að opna litla bruggverksmiðju í Vestmannaeyjum. Í dag eru bjórar The Brothers Brewery eingöngu seldir á veitingastaðnum Einsa Kalda í Vestmannaeyjum en á næstu vikum kemur fyrsti bjórinn til sölu á veitingastað í miðborg Reykjavíkur.

Bjórinn sem The Brothers Brewery bruggar núna í tilefni sjómannadagsins hefur fengið nafnið Togarinn. Togarinn er viðurnefni á sjómanninum Ragnari Þór Jóhannssyni sjómanni á Kap VE en Ragnar er þekktastur sem Raggi Togari í Vestmannaeyjum. Ragnar Þór byrjaði sinn sjómannsferil árið 2004 þá sem háseti á Narfa VE. Ragnar hefur frá þeim tíma róið á mörgum bátum og er ein af þessum hetjum hafsins sem elskar að vera til sjós og því auðvelt að heiðra hann með nafngift á þessum fyrsta sjómannabjór Íslands.

Togarinn er af tegundinni Imperial Stout og er áfengismagnið í honum yfir 10%. Togarinn er dökkur bjór og var reynt við bruggun hans reynt að hafa hann eins dökkan og hægt var. Togarinn hefur nú gerjast í nokkrar vikur með eikarspíral í sér sem lágu áður í nokkrar vikur í eðal vískí. Eikarspíralinn flytur því bragð og ilm af viskítónum yfir í Togarann. Ragnar Þór eða Raggi Togari var viðstattur þegar bjórinn var bruggaður og því er ekki laust við að handbragð sjómannsins muni sjást þegar Togarinn fer í glas. Bjórinn verður til í mjög litlu magni eða um 30 lítrum og var honum meðal annars tappað á 12 númeraðar 0,75 lítra flöskur. The Brothers Brewery hefur ákveðið að gefa eina flösku til Sjómannadagsráðs sem mun bjóða hana upp á sjómannadansleik sínum í Vestmannaeyjum 5.júní næstkomandi til styrktar góðu málefni. Gunnar Júl Art hannaði umbúðir Togarans og skarta þær mynd af Ragnari Þór og verða flöskurnar númeraðar sérstaklega.

The Brothers Brewery hafa ákveðið að heiðra sjómenn og brugga sérstakan sjómannadagsbjór á hverju ári og er strax farið að huga að því að velja þann sjómann sem fær þann heiður að bera nafn næsta sjómannadagsbjórs.

The Brothers Brewery munu yfir sjómannadagshelgina vera ásamt öðrum íslenskum bjórframleiðendum með vörur sýnar á Bjórhátíð Íslands á Hólum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).