Verður Ísfélagshúsið rifið?

Bæjaryfirvöld vilja halda boganum

Áhersla verði lögð á að viðhalda þeim kennileitum sem hvað mest eru áberandi á byggingareitnum - segir ráðið

30.Maí'16 | 07:12

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í síðustu viku var umræða um væntanlegan byggingareit við Strandveg 26. Fram kom að nú liggi fyrir vilji eigenda Strandvegs 26 (Ísfélagshúsið) til að fella húsið.

Eigandi hússins er Ísfélag Vestmannaeyja. Vestmannaeyjabær hefur átt viðræður við stjórnendur fyrirtækisins um hvort að mögulegt sé að halda hluta af húsinu enda gegni það mikilvægu hlutverki í ásýnd miðbæjarins. Eigendur hafa talið að húsið sé of illa farið til slíkt sé raunhæfur kostur.
 
Skipulagsfulltrúi fór yfir ákvæði byggingareits í deiliskipulagi, þar sem grunnhugmyndin er að viðhalda að mestu leyti núverandi útlínum byggingarinnar en nýta innsvæðið undir bílastæði.

Ráðið telur brýnt að viðkomandi byggingareitur verði nýttur sem allra fyrst og hvetur til þess að leitað verði eftir samstarfi við áhugasama aðila um að fara í sameiginlega þróun fasteignar á þeim byggingareit sem verður til þegar viðkomandi hús víkur. Í því samhengi ber að skoða sérstaklega hvort að hluti af byggingareitnum gæti nýst undir þær íbúðir sem nú er stefnt að því að byggja fyrir fatlaða og ráð er gert fyrir í fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár.
 
Ráðið beinir því til þeirra sem um málið koma til með að fjalla að áhersla verði lögð á að viðhalda þeim kennileitum sem hvað mest eru áberandi á byggingareitnum. Er þá sérstaklega vísað til bogans sem snýr að Strandvegi, auk þess sem leitast verði við að húsið nýtist til að efla enn frekar þann sterka miðbæ sem byggður hefur verið upp á undanförnum árum, segir í bókun umhverfis- og skipulagsráðs.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%