Eyþór Harðarson ósáttur við friðlýsinguna

„Eins og köld vatnsgusa í andlit okkar bjargveiðimanna"

30.Maí'16 | 09:55
eythor_lundar

Ekki var beðið um formlegt álit frá Bjargveiðimannafélaginu að sögn Eyþórs.

Eins og Eyjar.net greindi frá um helgina var samþykkt í bæjarstjórn að friðlýsa skuli sjófugla við Vestmannaeyjar. Eyþór Harðarson er formaður Bjargveiðifélags Vestmannaeyja. Eyjar.net ræddi við hann um þessa ákvörðun.

„Friðlýsingin sem samþykkt var í bæjarstjórn á fimmtudaginn er eins og köld vatnsgusa í andlit okkar bjargveiðimanna. Okkur var kynnt þetta plagg á síðasta þriðjudag með fólki úr bæjarstjórn, auk umhverfis og skipulagsráði. Plaggið kynntu tveir aðilar frá Umhverfisstofnun. Ekki kom fram á þessum fundi að bæjarstjórn myndi afgreiða þessa friðlýsingu strax 2 dögum síðar, enda bað Páll Marvin, sem virðist aðalhvatamaður fyrir þessu máli, að þetta yrði kynnt fyrir Bjargveiðimannafélaginu og átti maður þá von á að hann vildi fá okkar álit formlega." segir Eyþór.

Völdin úr höndum heimamanna

„Í máli kynningaraðila kom fram að Eyjamenn hafi gengið um náttúruna af stakri prýði fram til þessa og þessar tillögur að friðlýsingu væru eingöngu framhald af hinum og þessum samþykktum um allan heim." segir Eyþór og heldur áfram:

„Þessi friðlýsing á ekki að breyta neinu fyrir okkur bjargveiðimenn skv. þeirra upplýsingum. Því miður höfum við á tilfinningunni að starfsfólk opinberra umhverfisstofnanna fái aldrei nóg og reyni að bora sig inní öll samfélög í kringum landið með lagaflækjum, og taki þannig hægt og sígandi öll völd úr höndum heimamanna."

Teljum bæjaryfirvöld hafa unnið af mikilli ábyrgð og þekkingu

„Við teljum bæjaryfirvöld fram til þessa hafa unnið af mikilli ábyrgð og þekkingu á málefnum náttúru og dýralífs í Eyjum og engin þörf á að færa þetta vald til annara. Það mun enginn verja náttúru Eyjanna betur en einmitt þeir sem hér lifa og ætla sér að lifa hér áfram. Við þurfum enga háfleyga lagabálka umfram þau lög sem gilda almennt í landinu í dag og við förum eftir þeim og virðum" sagði Eyþór að endingu sem segir að formlega eigi eftir að ræða málið innan Bjargveiðifélagsins.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.