Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar:

Hvað er hreyfiseðill

29.Maí'16 | 09:35

Átt þú erfitt með að bæta reglulegri hreyfingu í þinn lífsstíl? Þjáist þú af heilsufarsvandamáli sem hreyfing gæti haft jákvæð áhrif á? Þá gæti hreyfiseðill hentað þér vel.

Með hreyfiseðli gefst lækni möguleiki á að ávísa hreyfingu til þeirra sem hann telur að hreyfing gagnist sem meðferð við heilsufarsvandamálum. Fyrirkomulag hreyfiseðilsins er unnið að sænskri fyrirmynd.

Skipulögð hreyfing er öflugt meðferðarúrræði til að vinna á sjúkdómum og sjúkdómseinkennum eins og langvarandi verkjum, kvíða, depurð, sykursýki, offitu, kransæðasjúkdómum, hjartabilunareinkennum, afleiðingum lungnaþembu, háum blóðþrýstingi og hækkuðum blóðfitum svo eitthvað sé nefnt.

Hreyfingin getur þannig nýst sem sértæk meðferð við sjúkdómum eða sem hluti af annarri meðferð s.s. lyfjagjöf. Hafi einstaklingur áhuga á að nýta sér hreyfiseðilinn og að takast á við sjúkdóm sinn með eigin atorku er viðkomandi boðið að koma í tíma hjá hreyfistjóra sem ræðir um hreyfingu og möguleikann á að nýta hreyfingu sem meðferð við slíkum vandamálum. Hreyfistjórinn býður viðeigandi mælingar og setur upp æfingaáætlun í samráði við skjólstæðinginn sem er svo jafnframt boðin eftirfylgd hreyfistjórans í gegnum skráningar á heimasíðu verkefnisins og í formi símtala og/eða tölvupósta. 

Gert er ráð fyrir því að þjálfun geti farið fram víða og nauðsynlegt er að í boði séu hreyfiúrræði með mismikilli ákefð, helst í nærumhverfi einstaklinganna. Hreyfiúrræðin eru margvísleg og getur sjúkraþjálfari í samráði við skjólstæðing fundið þjálfun sem hentar viðkomandi.

 

Hreyfiseðill er

  • Meðferð við sjúkdómum
  • Tilvísun á ráðlagða hreyfingu sem hentar einstaklingum og vekur áhuga hans
  • Stuðningur til hreyfingar frá hreyfistjóra með það að lokamarkmiði að hreyfing verði sjálfsagður hluti af daglegu lífi

 

Hreyfiseðill er ekki

  • Hefðbundin sjúkraþjálfun
  • Ekki endilega tilvísun í líkamsræktarstöð eða til einkaþjálfara
  • Niðurgreiðsla á æfingagjöldum
  • Krafa um að hlaupa maraþon eða fara í mjög líkamlega krefjandi áreynslu

 

F.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

Hildur Sólveig Sigurðardóttir,

Sjúkraþjálfari og hreyfistjóri við HSU-Vestmannaeyjum

 

Greinin birtist á vef HSU - hsu.is.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.