Fagleg úttekt á stöðu GRV í samræmdum prófum

Margvíslegar breytingar lagðar til

26.Maí'16 | 06:56

Skýrsla um faglega úttekt á stöðu GRV í samræmdum prófum ásamt ábendingum um mögulegar leiðir til úrbóta var lögð fram til kynningar á síðasta fundi fræðsluráðs. Það var fyrirtækið Ráðrík ehf sem vann umrædda skýrslu fyrir Vestmannaeyjabæ.

Á fundi fræðsluráðs nr. 281 þann 17. desember 2015 var lagt til að framkvæmd yrði fagleg úttekt á starfi GRV með höfuðáherslu á að greina ástæður þess að nemendur í GRV mælist að jafnaði undir landsmeðaltali í samræmdum mælingum. Ráðrík ehf hefur nú skilað af sér úttekt á þessum þætti ásamt ábendingum um mögulegar leiðir til úrbóta.

Helstu verkefni

Úttektin hefur nú þegar verið ítarlega kynnt af starfsmönnum Ráðrík ehf. bæjarstjórn, fræðsluráði og öllum kennurum GRV og er úttektin aðgengileg á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Í úttektinni eru efnisatriði listuð upp sem leitt gætu til umbóta í skólastarfi og eru þannig líkleg til að efla nemendur og árangur þeirra á samræmdum prófum. Einnig eru helstu verkefni listuð upp og eru þau sem hér segir:

1. Skólayfirvöld: Endurskoða stjórnendateymi með það fyrir augum að skýra betur ábyrgðarsvið stjórnenda. Aukin stoðþjónusta s.s. kennsluráðgjöf, námsráðgjöf og sálfræðiþjónusta. Eftirsóknarverðari námsaðstöðu fyrir eldri nemendur í Barnaskóla komið upp. Eftirlit með innra mati og þétt eftirfylgd með umbótaáætlun skólans.

2. Skólinn: Skólastjóri sitji kennslustundir, veiti kennurum endurgjöf og styðji þannig við daglegt starf þeirra, auk þess að hafa þá yfirsýn yfir þær kennsluaðferðir sem notaðar eru í skólanum. Styrkja enn samskipti við heimilin og samfélagið. Vinna þétt með lestrarstefnu og markmiðssetja fleiri námsgreinar. Vinna innra mat í samræmi við lög. Heimanámstímar verði settir inn í lífstílssamning Íþróttaakademíu.

3. Kennarar: Nýta betur niðurstöður mælinga; skimunarpróf og samræmdar kannanir. Mæta þeim nemendum betur sem geta farið hraðar yfir, m.a. með einstaklingsbundnu námi þar sem nemendur setja sér eigin markmið í námi á grundvelli vel útfærðra og markmiðssettra námsskráa.

Skipa stýrihóp

Fræðsluráð telur mikilvægt að úttektinni verði fylgt vel eftir og samþykkir myndun stýrihóps sem hefur það hlutverk að fylgja eftir þeim verkefnum sem listuð eru upp í úttektinni. Stýrihópinn skipa Trausti Hjaltason formaður fræðsluráðs, Hildur Sólveig Sigurðardóttir varaformaður fræðsluráðs og Sonja Andrésdóttir fulltrúi E-lista í fræðsluráði.

Stýrihópnum ber að kalla til helstu hagsmunaaðila til að eiga samtal um mögulegar lausnir og frekari úrbætur. Stýrihópurinn mun hefja þegar störf og starfa út næsta skólaár 2016-2017 og mun fræðsluráð fjalla um störf stýrihópsins og tillögur þegar tilefni gefst til, segir að endingu í bókun ráðsins.

 

Hægt er að nálgast umrædda skýrslu hér

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.