Hákon Daði opnar sig um eineltið

Hafði það alls ekki gott í Vestmannaeyjum

21.Maí'16 | 09:30
hakon_dadi

Hákon Daði Styrmisson.

„Ég hafði það alls ekki gott í Vestmannaeyjum. Ég var mikið einn og þetta var erfitt,“ segir Hákon Daði Styrmisson, 18 ára gamall leikmaður Hauka í Olís-deild karla í handbolta. Hákon gekk í raðir Hauka í janúar síðastliðnum frá ÍBV í kjölfar eineltis sem hann varð fyrir í Eyjum.

Hákon er einn allra efnilegasti handboltamaður landsins, en hann skoraði tíu mörk í oddaleiknum gegn Aftureldingu um Íslandsmeistaratitilinn í fyrrakvöld og var að öðrum ólöstuðum maðurinn á bak við sigur Hauka.

Hákon Daði lýsir reynslu sinni í Fréttablaðinu í dag. Þar kemur fram að Hákon hafi flutt til Vestammaneyja tólf ára en ákveðið að róa á önnur mið. Ástæðan fyrir því var sú að hann fór að hugsa um sjálfan sig og fór að hugsa um sinn feril í handboltanum.

Að því er fram kemur í viðtalinu í Fréttablaðinu fólst eineltið í útilokun en Eyjar.net greindi fyrst fjölmiðla frá málinu í upphafi árs.

Arnar stóð þétt við bakið á mér

Tekið er fram að eldri leikmenn ÍBV hafi ekki tekið þátt í eineltinu heldur hafi það átt sér stað hjá jafnöldrum Hákonar. Þá hafi hann fengið stuðning Arnari Péturssyni, þjálfara meistaraflokks karla, sem tók sér tímabundið leyfi frá störfum meðan málið var skoðað.

„Ég fer til Adda þjálfara og segi honum frá þessu því ég vildi fara. Eins leiðinlegt og honum fannst þetta þá skildi hann mig alveg og stóð þétt við bakið á mér. Fyrst þegar við töluðum saman sagði ég honum ekkert ástæðuna. Þarna vissi enginn hvað var í gangi. Mamma og pabbi vissu það ekki einu sinni. Þegar ég segi Arnari frá þessu brýst allt út og ég brotna niður,“ segir Hákon í viðtalinu sem má lesa í heild sinni hér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.