Fyrsta myndbandið frá Júníusi Meyvant
Kemur víða við í Eyjum...
17.Maí'16 | 22:41Júníus Meyvant heldur áfram að koma á óvart. Ekki einungis semur hann flotta tónlist sem er aldeilis að hitta í mark - heldur er hann líka kominn á fullt í myndbandagerð. Tónlistarmyndbandið er við hans nýjustu afurð, lagið Neon Experience og er það tekið upp hér í Eyjum.
Júníus Meyvant lauk nýverið við upptökur á sinni fyrstu hljómplötu sem hefur verið í vinnslu um nokkurt skeið. Platan ber heitið Floating Harmonies og kemur hún út 8. Júlí nk. Platan kemur út um allan heim en verður fáanleg í eiginlegum eintökum í Evrópu fyrst um sinn. Record Records gefur út.
Neon Experience gefur gott dæmi um það sem vænta má af væntanlegri plötu Júníusar ásamt lögunum sem voru á þröngskífu hans (EP) sem kom út á síðasta ári. Floating Harmonies var tekin upp á Íslandi í Orgelsmiðjunni, Finnlandi og fleiri stöðum.
Í haust er svo fyrirhugaður Evróputúr hjá Júníusi. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Vilt þú ná til Eyjamanna?
28.Júní'17Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is
Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála
2.Nóvember'18Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.