Sigrún Kristjánsdóttir skrifar:

Krabbameinsleit hjá ljósmæðrum

16.Maí'16 | 09:55

Síðast liðin ár hefur það verið stefnan hjá Krabbameinsfélaginu að ljósmæður sjái um sýnatöku frá leghálsi við krabbameinsleit hjá einkennalausum konum.  Í dag taka eingöngu ljósmæður  sýni á Krabbameinsleitarstöðinni í Reykjavík.

Í  tæp tvö ár hefur verið boðið upp á krabbameinsleit hjá ljósmæðrum hjá HSU.  Hægt er að panta tíma á eftirfarandi heilsugæslustöðvum HSU: Selfossi, Hveragerði, Hellu, Þorlákshöfn, Laugarási, Kirkjubæjarklaustri og Vestmannaeyjum.

Ef konur eru með einkenni frá kvenlíffærum, eins og t.d. óútskýrðar milliblæðingar, auknar blæðingar, útferð frá leggöngum o.fl. er mælt með því að leita beint til læknis.

En hvers vegna þurfa konur að koma í leghálskrabbameinsleit?

Jú, það er vegna þess að allar konur sem einhvertímann hafa stundað kynlíf gætu hafa smitast af HPV  (Human Papilloma Virus) sem eru í flestum tilfellum einkennalaust og hættulaust og gengur til baka. Í sumum tilfellum getur veirusýkingin valdið alvarlegum frumubreytingum sem geta þróast í leghálskrabbamein á löngum tíma, þessar frumubreytingar geta fundist við reglulega leghálskrabbameinsleit. Skipuleg krabbameinsleit dregur úr fjölda nýrra krabbameinstilfella, og fjölda þeirra sem deyja á ári.

Á hvaða aldri byrjar leghálskrabbameinsleit og við hvaða aldur líkur henni og af hverju?

Mælt er með leghálskrabbameinsleit á þriggja ára fresti á aldrinum 23-65 ára. Leit byrjar við 23 ára aldur , vegna þess að leghálskrabbamein er afar sjaldgæft hjá ungum konum.  Þó þær hafi fengið HPV smit hverfur sú sýking í um 90% tilfella innan tveggja til þriggja ára. Leit er hætt  við 65 ára aldur nema hjá þeim konum sem eru í eftirliti vegna frumubreytinga eða leghálskrabbameins, vegna þess að líkur á að greinast með leghálskrabbamein fara minnkandi með hækkandi aldri og með fjölda fyrri eðlilegra skoðana. Því er áhættan hverfandi lítil hjá þeim konum sem mætt hafa reglulega til leitar.

Þegar bréf berst frá Krabbameinsfélaginu um að tími sé kominn á leghálssýnatöku þá er um að gera að hafa strax samband við viðkomandi heilsugæslustöð og panta tíma hjá ljósmóður.

 

f.h Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

Sigrún Kristjánsdóttir, yfirljósmóðir HSU

 

Greinin birtist á vef HSU - hsu.is.

Sigrún-Kristjánsdóttir-ljósm

Sigrún Kristjánsdóttir

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).