Tónlistamaðurinn Sindri Freyr stórhuga

Gefur út plötu nú í sumar

14.Maí'16 | 11:14

Sindri Freyr Guðjónsson er að fara gefa út EP plötu sem heitir Way I’m Feeling nú í sumar. Fyrsta lagið af henni var að koma út og heitir lagið ,,I Hope". Eyjar.net tók púlsinn á Sindra Frey og spurði út í lagið og myndbandið.

,,Lagið er samið af mér og Andra Þór Jónssyni og tekið upp hjá Arnari Guðjónssyni  hjá Aeronaut Studios. Ég fékk Adda Gísla til að tromma yfir lagið" segði Sindri í samtali við Eyjar.net. Ennfremur segir hann að myndbandið sem sjá má hér neðar sé tekið upp af Ágúst Elí Ásgeirssyni sem sá einnig um alla eftirvinnslu.

,,Mest megnið af plötunni er tekið upp hjá Arnari Guðjónssyni hjá Aeronaut Studios, en einnig hefur Eyþór Úlfar Þórisson komið að upptökum. Lögin á plötunni eru samin af mér og Andra þór Jónssyni. Það verða útgáfutónleikar haldnir í sumar, nánari upplýsingar verða um það þegar nær dregur og hægt er að fylgjast með öllu á facebook síðu minni" segir Sindri Freyr að lokum.

Auk þess að sinna tónlistinni stundar Sindri Freyr nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, ásamt að reka ferðaskrifstofuna Etravel, sem selur m.a. ferðir til Vestmannaeyja í gegnum heimasíðuna visitwestmanislands.com. 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is