Nýtt deiliskipulag í austurbænum

11.Maí'16 | 07:16
deiliskipulag_austur_2016

Skipulagssvæðið - afmarkað með rauðri línu.

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs var lögð fram skipulagslýsing sem skipulagsráðgjafar Alta ehf. hefur unnið fyrir Vestmannaeyjabæ. Um er að ræða lýsingu deiliskipulags á íbúðarsvæði í austurbæ.

Í lýsingunni er fjallað um áherslur bæjarstjórnar, upplýsingar um fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli svo sem um kynningu og samráð við hagsmunaaðlila. Eyjar.net birtir m.a þær áherslur sem settar eru fram í plagginu.

Skipulagsáætlanir sem varða verkefnið

Deiliskipulagssvæðið er allt innan íbúðabyggðar, landnotkunarreits ÍB-3 í aðalskipulagi Vestmannaeyja 20022014. Þrjár deiliskipulagsáætlanir liggja að deiliskipulagssvæðinu. Til vesturs er deiliskipulag miðbæjar Vestmannaeyja samþykkt 2005 og til austurs er deiliskipulag þjónustustofnana Þ-4, samþykkt 2005. Til norðurs er deiliskipulag gosminja Blátinds samþykkt 2005. Tekið verður tillit til samhengis við aðliggjandi deiliskipulagsáætlanir
hvað markmið og útfærslu varðar.

Áherslur við deiliskipulagsgerðina

Viðfangsefni deiliskipulagsgerðar er að byggja inn í skörð sem til staðar eru á reitnum. Gert er ráð fyrir að reisa lítið fjölbýlishús milli Kirkjuvegar 23 og 29 og nýbyggingar á lausum lóðum. Áhersla verður lögð á að nýbyggingar falli vel að fastmótaðri byggð í kring, bæði hvað hæðir og útlit varðar. Í deiliskipulaggerðinni verður jafnframt horft til núverandi bygginga, hvort ástæða sé til almennra eða einstakra heimilda á lóðum sem byggðar eru. Þar skal tryggt að viðbyggingar og nýjar byggingar falli sem best að umhverfi sínu. Að lokum verður áhersla lögð á vandaðan umhverfisfrágang og skilvirkt umferðarskipulag.  

Skipulagstillagan er ekki talin falla undir lög um umhverfismat áætlana þar sem í henni er ekki gert ráð fyrir framkvæmdum sem falla undir lög um umhverfisáhrif framkvæmda. En í samræmi við gr. 5.4 í skipulagsreglugerð verður gerð grein fyrir líklegum áhrifum deiliskipulagsins á umhverfisþætti eins og vistkerfi, landslag, ásýnd og útsýni.

Jafnframt verður lýst í deiliskipulagsgreinargerð hvernig skipulagið samræmist markmiðum skipulagsreglugerðar og markmiðum deiliskipulagsins sjálfs sbr. áherslur hér að ofan, segir í skipulagslýsingunni.

 

Samþykkt var á fundinum að senda skipulagslýsingu til umsagnar Skipulagsstofnunar og annara umsagnaraðila með vísan til 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og erindinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.