Nýr gagnagrunnur Sögu á Suðurlandi

9.Maí'16 | 22:26

Fyrsta áfanga í sameiningu sjúkraskrár Sögu á Suðurlandi er lokið.  Nú um helgina 7. – 8. maí voru Sögugrunnar fyrrum HSu og gömlu Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum, Hsve sameinaðir.

Þá er lokið við að sameina tvo af þremur grunnum hjá HSU í einn sameiginlegan grunn.  Áætlað er að þriðji gagnagrunnurinn hjá fyrrum HSSa á Hornafirði verður sameinaður í nýja kerfið á næstu vikum, að því er segir í frétt frá HSU.

Gríðarleg vinna er að að baki til að gera þetta mögulegt og svona hlutir gerast ekki á einni nóttu. Þetta er mikið verk og flókið og ýmislegt við vinnuna, sem ekki er unnt að gera öðruvísi en handvirkt og er því tímafrekt. Þjónustuaðilar upplýsingakerfa HSU hjá TRS eiga hrós skilið fyrir hvað vel gekk, en þeir unnu að sameiningunni í samstarfi við TM Software og aðgangsstjóra HSU.

Til að geta sameinað Sögukerfin saman þurfti fyrst að fara í vinnu við að leggja ljósleiðara inn í stofnunina í Vestmannaeyjum, sameina tölvukerfin og í kjölfarið var hægt að fara vinnuna við að sameina Sögugrunninn.  Vinnan við sameininguna gekk vel og engin stórvægileg vandræði sem komu upp og þeir fáu hnökrar sem komu uppá voru leystir fljótt og vel.  Næstu daga verður unnið að því að kenna starfsmönnum HSU í Vestmannaeyjum á kerfið.

Sameining Sögukerfisins er gríðarlegt hagræði fyrir starfsmenn stofnunarinnar og til þæginda fyrir alla starfsmenn, því nú verður hægt að fletta upp upplýsingum í sama grunni á öllum stöðvum HSU. Eitt sjúkraskrárkerfi á Suðurlandi tryggir jafnframt öryggi íbúanna með virku flæði upplýsinga og auðveldar öll samskipti í heilbrigðisþjónustunni.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.