Blítt og létt leggur land undir fót

Innrás Eyjamanna til Reykjavíkur

3.Maí'16 | 14:40
blit og lett_dg

Blítt og létt hópurinn á góðri stundu. Mynd/Óskar Pétur Friðriksson

Þeir sem hafa setið í brekkunni í Eyjum á Þjóðhátíð, og sungið með kórnum sem þar syngur á hverju ári, ættu ekki að láta sig vanta í Austurbæ laugardaginn 7.maí nk.  Þá mun Blítt og létt hópurinn, bæjarlistamenn Vestmannaeyja 2015, halda Eyjakvöld.

Þar verða sungin og leikin, valin eyjalög og textum varpað upp á tjald svo að allir geti sungið með. Hópurinn Blítt og létt hefur staðið fyrir svokölluðum Eyjakvöldum mánaðarlega í nokkur ár og komið fram á flestum viðburðum í Eyjum síðustu ár.

Hópurinn hefur farið víða um landið og jafnvel til Færeyja til að kynna menningararf Eyjanna.  Hópinn skipa valinkunnir Vestmannaeyingar eins Finnur á nikkunni, Óli í Laufási, Simmi og Unnur í Viking, Diddi í Logum, Biggi Nielsen, Davíð í Tölvun, Grímur kokkur, Þórir Ólafs, Gísli Stefáns, Tóti í Dans á Rósum, Helgi Tórshamar,  Þórhallur Barða og sjálfur skipherrann á Herjólfi, Gulli Ólafs. Fjölmargir aðrir valinkunnir einstaklingar hafa síðan leikið og sungið með hópnum og án efa mun einhver þeirra stíga á svið í Austurbæ 7. maí.

Skorar sérstaklega á brottflutta Eyjamenn

“Eyjalögin t.d perlur þeirra Oddgeirs Kristjánssonar og Ása í bæ eru dýrmætur menningararfur sem halda verður á lofti til framtíðar.” sagði Davíð Guðmundsson einn af forsprökkum hópsins þegar hann var spurður um tilgang Eyjakvöldanna.  “Hver hefur ekki áhuga á koma í gott partý í Reykjavík með Eyjamönnum þar sem allir geta sungið með sínu nefi?” sagði Davíð og skorar sérstaklega á brottflutta Eyjamenn að mæta í Austurbæ. 

Miðar fást á miði.is og er miðaverð kr. 3.500.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.