Fréttatilkynning:

Mæðradagsganga Göngum saman

sunnudaginn 8. maí, kl. 11.00

2.Maí'16 | 06:08

Styrktarfélagið Göngum saman efnir til vorgöngu fyrir alla fjölskylduna víða um land á mæðradaginn, sunnudaginn 8. maí, kl. 11. Í Vestmannaeyjum verður gengið frá Íþróttamiðstöðinni.

Gangan er gjaldfrjáls en göngufólki gefst kostur á að styrkja rannsóknir á brjóstakrabbameini,  með frjálsum framlögum eða með því að festa kaup á varningi Göngum saman. Í ár verða m. a. seldir bolir, höfuðklútar og margnota innkaupapokar sem hannaðir voru sérstaklega fyrir félagið af Lóu Hjálmtýsdóttur og vettlingar úr íslenskri ull, hannaðir af Farmers Market.

Styrktarfélagið Göngum saman

Markmið styrktarfélagsins Göngum saman er að afla fjár til að styrkja grunnrannsóknir á eðli og orsökum brjóstakrabbameins og flýta fyrir bættri meðferð og auknum lífslíkum. Félagið úthlutar styrkjum í október ár hvert og frá stofnun þess, haustið 2007, hefur um 60 milljónum verið úthlutað til íslenskra rannsóknaraðila á sviði brjóstakrabbameins. Í haust er stefnt að því að 10 milljónir renni til vísindarannsókna. Á sama tíma hefur öflugum vísindasjóði verið komið á fót og stendur hann nú í um 50 milljónum króna.

Göngum saman er rekið af sjálfboðaliðum og fjármagnað með sölu varnings, frjálsum framlögum og styrkjum frá fyrirtækjum en rekstrarkostnaður félagsins er vart mælanlegur. Lögð er megináhersla á að öll framlög einstaklinga renni óskipt í styrktarsjóð félagsins.

Göngum saman  leggur áherslu á miklvægi hreyfingar til heilsueflingar og á vegum félagsins eru vikulegar göngur á nokkrum stöðum á landinu mestan hluta ársins.

 

Nánari upplýsingar veita:

Friðfinnur Finnbogason eyjabud@simnet.is  6991166

Þórdís Úlfarsdóttir thordis.ulfarsdottir@islandsbanki.is

Sjá einnig heimasíðuna: www.gongumsaman.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.