Fjárlaganefnd:

Útboð á Herjólfi

30.Apríl'16 | 11:56

Þann 20. apríl sl. var til umræðu hjá fjárlaganefnd Alþingis fyrirhugað útboð á nýjum Herjólfi. Er þetta í þriðja sinn á árinu sem nefndin ræðir Landeyjahöfn og nýja ferju. Nú er þess beðið að lagt verði fram frumvarp sem fer fyrir þingið vegna smíði nýrrar ferju.

Til fundar við fjárlaganefnd komu Sigurður Áss Grétarsson frá Vegagerðinni, Friðfinnur Skaftason frá innanríkisráðuneytinu, Hjörtur Emilsson skipatæknifræðingur frá Navis ehf. og Andres Sigurðsson hafsögumaður hjá Vestmannaeyjabæ. Gestirnir ræddu um ýmis tæknileg atriði vegna smíði á nýrri Vestmannaeyjaferju og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Frá Vestmannaeyjabæ komu Elliði Vignisson og Auður Ósk Vilhjálmsdóttir. Þau ræddu um nýsmíði Vestmannaeyjaferju eins og hún snýr að Vestmannaeyjabæ og íbúum bæjarins. Einnig svöruðu þau spurningum nefndarmanna.

Þá komu Ragnar Davíðsson frá Ríkiskaupum, Guðmundur Nikulásson og Gunnlaugur Grettisson frá Eimskip. Ragnar fór yfir væntanlegt útboðsferli nýsmíðinnar, tímasetningar sem henni tengjast og ýmist hagnýt mál. Guðmundur og Gunnlaugur fóru yfir nýsmíði skipsins út frá sjónarmiðum Eimskipafélagsins og svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

Ný ferja í fimm ára fjármálaáætlun 

Í fjár­mála­áætl­un til næstu fimm ára, sem fjármálaráðherra kynnti í gær - er gert ráð fyr­ir nýrri Vest­manna­eyja­ferju. Á tíma­bil­inu verður ný ferja að fullu fjár­mögnuð og smíðuð en áætlaður kostnaður við ferj­una og botn­dælu­búnað nem­ur ná­lægt 6 millj­örðum króna.

 

Þessu tengt.

 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is