Minningarsteinn um Lárus Jakobsson afhjúpaður á morgun

30.Apríl'16 | 13:07
Lárus_Jakobsson

Lárus Jakobsson. Mynd/sigurgeir.is

Fyrirhugað er að vígja minningarstein um Lárus heitinn Jakobsson sem lést langt um aldurfram 36 ára gamall.  Lárus var frumkvöðull af stofnun Tommamóts Týss, sem síðar varð fyrirmynd annara knattspyrnumóta sem haldin eru um allt land.

Nokkrir vinir Lárusar reistu þennan stein og er verkið stutt af Vestmannaeyjabæ, Knattspyrnusambandi Íslands, Skeljungi, Ísfélagi Vestmannaeyja og Eimskip. Afhjúpun minningarsteinsins, sem reistur er austan við Týssheimilið, verður þann 1. maí nk. kl. 16:30 á fyrsta heimaleik ÍBV og afmælisdegi Týss.

Eftifarandi texti er á steininum:

Með eldmóði sínum, framkvæmdargleði og þrautseigju lagði hann grunn að fyrsta stórmótinu fyrir ungt knattspyrnufólk á Íslandi árið 1984. Lífsstarf Lárusar er samferðarmönnum innblástur til góðra verka í þágu samfélags síns og íþróttahreyfingarinnar.

Von er að sem flestir samferðarmenn Lárusar sjái sér fært að mæta og heiðra minningu Lárusar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.