Fréttatilkynning:

Boltaveisla í Eyjum um helgina

30.Apríl'16 | 09:29

Sunnudagurinn 1. maí verður mikill boltadagur hér í Eyjum. Handboltalið karla í hörðum slag við Hauka um sæti í úrslitaleikjum deildarinnar og fyrsti leikur karlaliðsins í knattspyrnu gegn Akranes.

Það mun verða mikil stemming þennan dag og til að létta álaginu þá verða stuðningsmannakortin og ársmiðar afhentir í dag, laugardag frá kl. 11.00 í Týsheimilinu, þar sem getraunastarfsemin er.

Við minnum á að árskortin eru 1.500 kr. pr. mánuð eða 18.000 kr. á ári. Aðild að stuðningsmannaklúbbnum er lágmarksgjald kr. 2.500 pr. mánuð, eða 30.000 kr. á ári. Það er lítið mál að skrá sig inn í klúbbinn og bæði hægt með því að koma inn í Týsheimili eða skrá sig inni á ibvsport.is.
Almennt miðaverð á leikjum er kr. 2.000 en í boði verður forsala kr. 1.500 þar til einni klukkustund fyrir leik. Forsalan verður í Skýlinu og mun Óli Moreno og hans fólk sjá um forsöluna.

Við hvetjum sem flesta til að ganga í stuðningsmannaklúbb knattspyrnunnar, þar sem innifalið er árskort á heimaleiki í deild, kaffiveitingar í hálfleik og fleira sem verður bryddað upp á.

Í lokin vill knattspyrnuráð ÍBV ítreka að aðgangur að hálfleikskaffi klúbbsins er eingöngu fyrir klúbbmeðlimi. Ef börn eru í fylgd þá er gjaldið kr. 500 fyrir barnið.

Minnum á úrslitaleik Lengjubikars kvenna í dag, laugardag, kl. 15.00 á Hásteinsvelli, þegar ÍBV tekur á móti Breiðablik. Allir á völlinn, og ÁFRAM ÍBV, alltaf og alls staðar.

Knattspyrnuráð karla ÍBV
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is