Ísleifur II seldur til Noregs

29.Apríl'16 | 23:29

Ísleifur II VE-336 hefur verið seldur til Noregs og mun eiga heimahöfn í Tromsö.  Þar verður skipið gert út til selveiða auk annarra verkefna sem til falla.

Ísleifur II er sjötta skipið sem ber Ísleifsnafnið en það vill svo til að í ár eru 100 ár frá því að fyrsta skipið var skýrt því nafni, en fyrsta skipið var Ísleifur ÍS-390. Sá Ísleifur var 30 tonna eikarbátur smíðaður fyrir Ísfirðinga, eins og einkennisstafirnir bera með sér.  Ársæll Sveinsson, athafnamaður í Vestmannaeyjum, keypti bátinn árið 1930 til Eyja og lofaði fyrri eigendum því að hafa Ísleif grænan með gulri rönd, þá myndi vel farnast.

Á Ísleifi II hafa margir góðir sjómenn sótt sjóinn. Vinnslustöðin sendir þeim öllum bestu kveðjur og þakkar þeim vel unnin störf og óskar áhöfn skipsins í Noregi alls hins besta, segir í frétt Vinnslustöðvarinnar á vsv.is.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is