Uppfært: Engin sprengja um borð

Sprengjuhótun um borð í Herjólfi

28.Apríl'16 | 10:51

Nú stendur yfir leit um borð í Herjólfi, vegna sprengjuhótunar sem barst í morgun. Um borð var hópur erlendra nemenda á leið til Eyja og fékk einn úr þeirra hópi smáskilaboð um að sprengja væri um borð í ferjunni. Þetta staðfesti Ólafur Hand, forstöðumaður upplýsingasviðs Eimskips.
 

Hann segir að Eimskip líti þetta mál mjög alvarlegum augum og þetta komi til með að verða rannsakað af lögreglu. Leitað verður í öllu skipinu og enn er ekki ljóst hvenær skipið getur haldið áfram áætlun. ,,Við viljum leita af okkur allan grun og á ég von á að sprengjusveit Landhelgisgæslunnar stjórni leitinni" segir Ólafur í samtali við Eyjar.net.

Uppfært. kl. 11.30

Herjólfur hélt úr höfn klukkan 11.14 eftir að búið var að ganga úr skugga um að ekki væri sprengja um borð. Samkvæmt heimildum Eyjar.net voru skipstjórnendur í sambandi við sprengjuleitardeild Landhelgisgæslunnar er þetta kom upp í morgun. Á annað hundrað farþegar voru um borð í umræddri ferð. 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.