Eldheimar - Lofsvert lagnaverk

Forseti Íslands afhenti Lagnaverðlaunin

28.Apríl'16 | 01:23
lagnaverdlaunin

Ólafur Ragnar Grímsson ásamt fulltrúum þeirra sem fengu Lagnaverðlaunin 2015.

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson afhenti við hátíðlega athöfn í gær viðurkenningar Lagnafélags Íslands fyrir árið 2015 - Lofsvert lagnaverk. Að þessu sinni varð fyrir valinu Eldheimar - Gosminjasafn og er þetta enn ein rósin í hnappagat þessa glæsilega safns og þeirra sem að því unnu.

Þeir sem hlutu verðlaunin eru Vestmannaeyjabær sem eigandi Eldheima, Margrét Gunnarsdóttir arkitekt, TPZ teiknistofa, Steini og Olli, Eyjablikk, Geisli, Steini pípari, Verkís og Tengi.
 

Einfaldar og skilmerkilegar lausnir ásamt smekkvísi einkenna alla gerð og búnað

Þórður Ólafur Búason verkfræðingur og formaður Viðurkenningarnefndar Lagnafélags Íslands sagði  ræðu sinni að þetta sé orðið 27 ára starf þar sem Lagnafélag Íslands leitast er við með viðurkenningu fyrir lofsvert lagnaverk í nýbyggingu á Íslandi að efla gæðavitund fagmanna og ráðamanna húsbygginga svo þeir allir megi verða lagnamenn.

,,Okkur Íslendingum sem komnir vorum til nokkurs þroska þegar gaus í Vestmannaeyjum 1973 gleymist aldrei þessi morgun þegar fregnir af gosinu bárust og Íslendingar og Ísland brá við skjótt og af alefli til að styðja þessa byggð sem ógnað var af náttúruöflunum. Ég kom sjálfur frá upphafi goss nokkrar ferðir til Eyja meðan gosið stóð yfir og minnist þar hugaðs fólks sem ekki vildi láta bugast. Hér er á verðugan hátt minnst þeirra atburða og þessa fólks.

Einfaldar og skilmerkilegar lausnir ásamt smekkvísi einkenna alla gerð og búnað þessarar 2000 fermetra byggingar sem og frábært aðgengi að tækjum til reksturs og viðhalds. Það er ánægjulegt að geta sagt að frágangur og umgengni er hagleiksmönnum og notendum til sóma." sagði Þórður Ólafur.

Í viðurkenningarnefnd sátu Kristján Nielsen rafvirkjameistari, Hilmar Hjartarson pípulagningameistari, Ólafur Bjarnason blikksmiðameistari, Þórður Ó. Búason verkfræðingur formaður og ritari nefndarinnar er Kristján Ottósson framkvæmdastjóri Lagnafélagsins.

 

Hér má sjá fleiri myndir frá athöfninni.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.