Haukar - ÍBV. Allir á Ásvelli

Eyjamenn með bakið upp við vegg

150 stuðningsmönnum boðið frítt í Herjólf.

27.Apríl'16 | 19:30

Þriðji leikur hjá strákunum er á föstudaginn kl. 18.15. Síðasti leikur bauð upp á allt sem góður handbolti hefur upp á að bjóða nema að sjálfsögðu úrslitin. Nú erum við komnir með bakið upp að vegg og ekkert annað en sigur dugir til að komast áfram, strákarnir ætla í gegnum vegginn, segir í tilkynningu frá ÍBV.

Við verðum með rútu sem tekur við farþegum úr 13.30 ferðinni frá Vestmannaeyjum og skilar í ferðina kl. 22.00 í Landeyjarhöfn. Það eru um 20 sæti eftir í rútuna og verða þau seld á aðeins 2000 kr. Herjólfur ætlar svo að bjóða 150 stuðningsmönnum frítt í Herjólf. 
Þeir sem hafa áhuga á að fara með rútunni geta skráð sig hjá Karli Haraldssyni haraldsson.karl@gmail.com eða síma: 6981475. 

Allir á Ásvelli, áfram ÍBV

 

Tilkynning Eimskips:

Meistaraflokkur karla ÍBV í handbolta þarf á þínum stuðning að halda í þriðja leik liðanna í undanúrslitum í Olísdeildinni. Eimskip/Herjólfur bjóða 150 stuðningsfólki ÍBV í Herjólf á leikinn næstkomandi föstudag, 29 apríl. Hægt er að nálgast miða í afgreiðslu Herjólfs í Vestmanneyjum í dag, morgun og föstudag eða á meðan þeir eru til.

*Miðinn gildir í ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum 13:30 og frá Landeyjahöfn 22:00 föstudaginn 29 apríl.

‪#‎ÁframÍBV‬

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.