Heimagreiðslur til foreldra

sem nýta ekki þjónustu dagforeldra frá 9 mánaða aldri

23.Apríl'16 | 12:31
Ráðhúsið

Ráðhúsið

Hluti af bættri þjónustu Vestmannaeyjabæjar við barnafólk eru svokallaðar heimagreiðslur til foreldra sem ekki nýta þjónustu dagforeldra. Um málið var fjallað á fundi fræðsluráðs í vikunni.

Ráðið fagnar ákvörðun bæjarstjórnar Vestmannaeyja um að teknar verði upp heimagreiðslur til foreldra sem nýta ekki þjónustu dagforeldra frá 9 mánaða aldri barna þeirra. Það er von ráðsins að ákvörðun þessi komi til með að létta róður fjölskyldufólks og auðvelda foreldrum að dvelja lengur heima með börnum sínum.

Bæjarstjórn fól fræðsluráði að útfæra reglur um heimagreiðslur. Reglurnar hafa verið lagðar fram og er upphæð niðurgreiðslu 35.295 kr. á mánuði fyrir hvert barn og taka mið af upphæð niðurgreiðslna vegna daggæslu í heimahúsum.

Fæðsluráð samþykkti reglurnar, en hægt verður að nálgast reglurnar og umsóknareyðublöð á vefsíðu sveitarfélagsins www.vestmannaeyjar.is sem og í þjónustuveri Ráðhússins þar sem umsóknum skal skilað, segir í fundargerð ráðsins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.