Unnar Gísli er bæjarlistamaður Vestmannaeyja árið 2016

21.Apríl'16 | 12:45

Bæjarlistamaður Vestmannaeyja árið 2016, er Unnar Gísli Sigurmundsson, betur þekktur sem Júníus Meyvant. Júníus Meyvant er listamannsnafn eyjapeyjans Unnars Gísla Sigurmundssonar sem slegið hefur í gegn síðustu misseri.  

Tónlist Júníusar þekkja flestir núorðið, en alúðlegar útsetningar hans láta mann á köflum líða eins og maður sé staddur undir þykku ullarteppi við arineld í kofa hátt uppi í fjöllum eða í hina höndina liggjandi á funheitri sandströnd á suðlægum slóðum.

Árið 2014 var árið sem Júníus hljómaði fyrst fyrir eyrum landsmanna af einhverju viti og gerðist það þegar hann sendi frá sér sína fyrstu smáskífu, „Color Decay“.  Lagið vakti mikla lukku og fékk töluverða spilun í útvarpi á Íslandi og sat m.a. í nokkrar vikur í efsta sæti Vinsældarlista Rásar 2. Árið 2014 var Júníus valinn bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum auk þess að hljóta verðlaun fyrir besta lag ársins. Fjölmargar tilnefningar hafa komið í kjölfarið. Júníus hefur lagt í talsvert af hljómleikaferðum um Evrópu og í sumar eru  meðal annars fyrirhugaðir tónleikar á Hróaskeldu. Þá mun fyrsta breiðskífa Júníusar koma út þann 8. júlí.   

Kemur æskuslóðunum á framfæri um heim allan

Jákvæð umfjöllun um Vestmannaeyjar fylgir Júníusi um allan heim. Hann er ekki einungis frá Íslandi, heldur frá Vestmannaeyjum og vill Unnar eindregið koma sínum æskuslóðum á framfæri og vera trúr sínum rótum.

Af honum erum við öll afar stolt, og með viðurkenningu þessari vill Vestmannaeyjabær í senn þakka honum fyrir sem og að vera honum hvatning áfram til góðra verka, segir í tilkynningu.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.