Tjaldsvæði fært fjær íbúabyggð

frá sumrinu 2017

19.Apríl'16 | 13:17

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs var til umræðu tjaldsvæðið við Þórsheimilið. Formaður ráðsins fór yfir stöðu málsins. Í máli hennar kom fram að í tengslum við íbúafundi um smáhýsi hafi verið opnað á samtöl við íbúa um tjaldsvæðið við Þórsheimili.

Í framhaldi af því hafi formaður ásamt bæjarstjóra fundað með íbúum þar sem fram hafi komið mjög einbeittur vilji íbúa til að færa tjaldsvæðið við Þórsheimili fjær íbúabyggð og í því samhengi m.a. nefnt svæðið vestan við fjölnota íþróttahúsið.

Umhverfis -og skipulagsráð telur mikilvægt að tjaldsvæði Vestmannaeyjabæjar séu rekin í eins mikilli sátt við nágranna og hægt er. Í ljósi þess samþykkir ráðið að frá sumrinu 2017 verði tjaldsvæði við Þórsheimili fært fjær íbúabyggð og í suður og svæðið næst íbúabyggð eingöngu notað á álagstímum.

Í þessu fellst að á þessu ári verði slétt út flöt á milli Þórsheimilis og fjölnota íþróttahúss og verði hún nýtt sem tjaldsvæði. Samkvæmt skipulagi er þar síðar gert ráð fyrir stækkun á fjölnotaíþróttahúsinu. Ráðið beinir því til rekstraraðila tjaldsvæðisins að reyna að stýra gestum í sumar sem fjærst íbúabyggð eftir því sem kostur er, segir í bókun ráðsins.
 

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.