Sveinn Valgeirsson um minnisblað Sigurðar Áss

„Í meira lagi ónákvæmar, ef ekki óraunhæfar“

18.Apríl'16 | 08:12

Eyjar.net birti á dögunum minnisblað samið af Sigurði Áss Grétarssyni, sem innihélt upplýsingar um að módelprófanir nýrrar Vestmannaeyjaferju hafi ekki staðist væntingar. Sveinn Rúnar Valgeirsson er einn þeirra sem þekkir málið vel. Eyjar.net leitaði viðbragða hjá honum við innihaldi minnisblaðsins.

„Það vekur óneitanlega athygli við lestur þessa minnisblaðs að það er einungis undirritað af Sigurði Áss grétarsyni, en enginn annar af smíðanefndinni skrifar undir og verður að álykta sem svo að smíðanefndin eigi eftir að skila loka niðurstöðu til ráðherra. Einnig hlýtur að koma til kynningar hér í Vestmannaeyjum, þar sem þessi ferja kemur til með að skipta okkur Eyjafólk megin máli er varðar samgöngur næstu 15 til 20 árin.“ segir Sveinn Rúnar.

 

Væntingar-tilgátur um breyttar dýpkunar aðferðir

Hann segir greinarhöfund víkja í megindráttum frá rannsóknum á ferjunni en bætir inní þar sem vantar uppá með þekktum væntingar-tilgátum byggðum á einhverjum hugmyndum um breyttar dýpkunar aðferðir án þess að láta þess getið hvernig þær eigi að fara fram.

Í minnisblaðinu er einungis rætt um að beita skuli öðrum dýpkunaraðferðum en notaðar eru í dag án þess að rökstyðja það nánar. Einnig er bætt við niðurstöðum um getu ferjunnar með tilvísan í núverandi Herjólf og Baldur, sem sigldi í tvígang í Landeyjahöfn í 3,6m ölduhæð og því slegið upp sem raunhæfu viðmiði til siglinga í þessari ölduhæð. Þess má geta að þegar Baldur sigldi í 3,6m ölduhæð spurði skipstjórinn stýrimanninn nokkrum sinnum á meðan á siglingunni stóð „Heldur þú að ég hafi það ekki?“  Einnig tilkynnti skipstjórinn stýrimanni er að bryggju var komið að hann ætlaði að fresta brottför um klukkutíma á meðan að hann jafnaði sig. Þetta er haft eftir stýrimanni í þessari ferð. Þá var alvarlegt ástand á farþegum vegna hræðslu í borðsal  meðan á þessu stóð. Þetta telur greinarhöfundur ásættanlegt ástand til viðmiðunar fyrir siglingar í Landeyjahöfn, segir Sveinn.

 

Þættir sem hafa áhrif á siglingar nýju ferjunnar

Sveinn Rúnar segir að taldir séu upp sex þættir sem hafa áhrif siglingu ferjunnar. Þ.e vatnsdýpi, kennialda, sveiflutími (öldulengd), öldustefna, vindur, og vindstefna.

„Síðan er sagt að ferjan standist ekki hönnunarkröfur, sem eru 3,5 m ölduhæð á dufli, 5m dýpi á rifi og 4,5m dýpi í hafnarmynni.  Þá kemur niðurstaða frá módelprófunum sem er að þegar sveiplutími öldu (öldulengd) er 9sekúndur og ölduhæð yfir 3,0m á dufli, falli ferðir niður.“

Aðspurður segir Sveinn að til að brúa það bil sem vantar uppá frá módelprófunum í hönnunnarkröfur finnur Sigurður Áss það út að með því að nota einungis tvo af þeim sex þáttum sem hann telur upp að framan (dýpi og ölduhæð) ásamt því að gefa sér að dýpi í hafnarmynni verði aldrei minna en 4,5 og 5m yfir vetrartímann, þá geti hann sýnt fram á að ferjan geti uppfyllt hönnunarkröfur.

 

Tveir áhrifamestu þættirnir teknir út

„Með því að sleppa öldulengd og öldustefnu eru tveir áhrifamestu þættirnir teknir út ásamt því að gefa sér að dýpið verði aldrei minna en 4,5 m í miðspá og 5m í háspá (hefur aldrei gerst frá því mælingar hófust við Landeyjahöfn) er  einungis hægt að reikna með að höfundur minnisblaðsins sé að miða við  S öldu og S vind, sem er sjaldnast á þessu svæði.“ segir Sveinn Rúnar og heldur áfram:

„Einnig kemur fram að ekki hafi tekist að sannreyna stefnufestu ferjunnar í módelprófunum. Stefnufesta ferjunnar er fundin út með því að nota mismunandi öldulengdir og sér í lagi öldustefnur.                              

Sú öldustefna sem reynir mest á stefnufestu ferjunar er SA og SV öldustefnur. Þessar öldustefnur eru lang algengustu öldustefnur við Landeyjahöfn.  Með því að sleppa öldulengd og öldustefnu þegar fundnar er út frátafir - ásamt því að gefa sér að tiltekið dýpi haldist yfir vetrartímann gerir spár Sigurðar Áss í meira lagi ónákvæmar, ef ekki óraunhæfar. Alls ekki hægt að tala um að þessar spár séu varkárar.“ segir Sveinn Rúnar Valgeirsson, skipstjóri á Lóðsinum í samtali við Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).