Gjafir til Hraunbúða

16.Apríl'16 | 15:30

Slysavarnarfélagið Eykyndill er heldur betur búið að standa við bakið á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hraunbúðum síðastliðin ár. Nú í byrjun apríl gaf félagið 4 rafdrifin rúm fyrir heimilisfólkið og eru þær þá búnar að hjálpa okkur að endurnýja öll gömlu rúmin á Hraunbúðum.

Það er okkur mikils virði að eiga bakhjarla eins og þetta frábæra félag að og sýnir hvað við erum einstaklega heppin að búa í samfélagi þar sem hlýhugur og vinsemd ríkir í huga og verki, segir í frétt á heimasíðu Hraunbúða.

Gáfu 65 tommu sjónvarpstæki

Í síðustu viku komu Guðrún Birna Leifsdóttir og fjölskylda færandi hendi á Hraunbúðir og gáfu þau heimilinu 65 tommu Phillips sjónvarpstæki sem þakklætisvott fyrir góða umönnun foreldra hennar og í kveðjugjöf sem starfsmaður en Gunna Birna er fyrrverandi starfsmaður á Hraunbúðum. Guðrúnu Birnu og fjölskyldu er þakkað af alhug þessi gjöf og ekki síður fyrir þann fallega hug og hlýju til heimilisins sem að baki gjöfinni liggur.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.