Uppbygging nýs uppsjávarhúss VSV

Framkvæmdir ganga vel

14.Apríl'16 | 21:56
vsv_uppb

Mynd/vsv.is

Framkvæmdir við uppbyggingu nýs uppsjávarhúss VSV ganga vel. Eykt hf, byggingarverktakar, sjá um byggingarframkvæmdir og skv. Arinbirni Bernharðssyni verkstjóra hjá Eykt eru þeir heldur á undan áætlun. 

Uppsteypa mótorhúss er hafin sem og endurbygging mjölskemmu sem verður hið nýja uppsjávarhús félagsins. Þá er verið að vinna við undirstöður undir tvo eimsvala sem verður mikið mannvirki en eimsvalarnir vega á annan tug tonna, hvor um sig.

Einnig eru hafnar framkvæmdir við uppbyggingu fjórða hráefnistanksins.  Það verk er í höndum Skipalyftunnar, að því er segir í frétt á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar - vsv.is.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.