Vestmannaeyjabær:

Eigið fé í árslok 2015 nam 6,3 milljörðum

14.Apríl'16 | 22:22

Rekstrarniðurstaða Vestmannaeyjabæjar samkvæmt ársreikningi hans var jákvæð um 389 milljónir króna, en rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 197 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. 

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 4.3 milljörðum króna samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 3,2 milljörðum króna.

Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2015 nam 6,3 milljörðum króna samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta var jákvætt um 4,7 milljarða króna. Eigið fé og skuldir samtals námu þá tæpum 11 milljörðum króna í lok árs 2015. 

Álagningarhlutfall útsvars var 13,98% en lögbundið hámark þess er 14,52%. Álagningarhlutfall fasteignaskatts í A-flokki var 0,42% en lögbundið hámark þess er 0,5%, í B-flokki nam álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall og í C-flokki var álagningarhlutfallið 1,55% en lögbundið hámark þess er 1,65% með álagi, að því er segir í frétt á vb.is.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.