Eyjamaðurinn í smíðanefndinni:

Vill ekki álit óháðs aðila

Sigurður Áss vildi óháð álit

13.Apríl'16 | 09:26

Fulltrúi Vestmannaeyinga í smíðanefnd Herjólfs lagðist gegn því að álit yrði fengið frá aðila sem ekki hefur komið að hönnun skipsins, en skipið stenst ekki hönnunarforsendur smíðanefndarinnar líkt og Eyjar.net greindi fyrst frá.

Eyjar.net hefur undir höndum nýjustu fundargerðir smíðanefndar en þar leggur Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar eftirfarandi til:

„Án þess að nokkurri rýrð sé varpað á hönnunina, að þar sem skipið uppfylli ekki kröfuna, verði leitað álits aðila sem ekki hefur komið með neinum hætti að hönnuninni. Í því felist ákveðin trygging fyrir vinnuhópinn.“

Þetta er lagt fram á 19. fundi nefndarinnar sem haldinn var 16. júní 2015.

Í framhaldi af þessu er bókað í sömu fundargerð ummæli Andrésar Þorsteins Sigurðssonar, hafsögumanns hjá Vestmannaeyjahöfn og fulltrúa Vestmannaeyjabæjar í smíðanefndinni:

„Fram kemur hjá AÞS að skipið sé mun grunnristara en Herjólfur, azipull skrúfurnar auki stjórnhæfni þess og flutningagetan sé aukin. Það verði því mikil bót af þessu skipi og ekki sé hægt að halda áfram endalaust að rannsaka eiginleika skipsins. Vestmannaeyinga vanti betra skip og ekki hægt að bíða lengur eftir að fara í smíði skipsins.“

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.