Íbúakosning um bætt aðgengi að Löngu

Íbúar felldu að ráðast bæri í framkvæmdir

13.Apríl'16 | 15:21
Síðustu tvo sólarhringa hefur staðið yfir íbúakosning um hvort ráðast skuli i framkvæmdir svo auka megi aðgengi að löngu. Nú liggja fyrir niðurstöður úr kosningunni. Alls greiddu 628 atkvæði. Af þeim sögðu 386 (61%) að þeir vildu ekki auka aðgengi að Löngu og 242 (39%) að þeir vildu auka aðgengið.  

 

Nokkur meirihluti var því mótfallinn að aðgengi að Löngu yrði á nokkurn hátt aukið.  Af þeim sem 242 sem vildu auka aðgengið undir Löngu sögðu 77,7% að þeir teldu það best gert með brú, 18,6% taldi göng best og 3,7% taldi aðrar leiðir betri.

Íbúakannanir sem þessar eru að sjálfsögðu leiðbeinandi en ekki verður hjá því litið að niðurstaða sem þessi er veganesti fyrir skipulagsyfirvöld við afgreiðslu á þeim umsóknum sem fyrir liggja vegna þessa.

Vestmannaeyjabær þakkar þeim sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni, segir í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.