Handknattleiksdeild ÍBV:

Ester, Maggi og Arnar framlengja

11.Apríl'16 | 15:20
ester_oskars_1

Ester hér í baráttunni

Þær frábæru fréttir bárust rétt í þessu úr herbúðum ÍBV að Ester Óskarsdóttir og Magnús Stefánsson, fyrirliðar ÍBV og Arnar Pétursson þjálfari karla liðsins framlengdu í dag samning sinn við félagið. 

Öll skrifuðu þau undir eins árs samning og var samningurinn við Magnús og Ester undirritaður hjá umboðsmanni Ölgerðarinar í Vestmannaeyjum, Heildverslun Karl Kristmanns, sem hefur verið einn aðalstyrktaraðili ÍBV undanfarin ár.

Það eru mikil gleðitíðindi að Magnús og Ester hafi valið að framlengja við ÍBV. Þau eru bæði mikilvægir leikmenn, auk þess sem þau eru miklir félagsmenn, alltaf tilbúin að leggja mikið á sig utan vallar sem innan fyrir félagið. Einnig fagnar ÍBV því að Arnar ætli að þjálfa strákana næsta tímabil og halda áfram því góða starfi sem hann hefur sinnt meira og minna undanfarin sex ár.

Öll verða þau í eldlínunni í vikunni þegar úrslitakeppni Olísdeildanna hefst. Stelpurnar ríða á vaðið með leik í Safamýrinni gegn Fram  miðvikudaginn 13. apríl kl.19:30 og strákarnir fylgja í kjölfarið á fimmtudaginn 14. apríl er þeir mæta Gróttu hér heima kl. 18:30. 

Hér má sjá dagskrá næstu leikja og hvetjum við alla til að mæta og láta vel í sér heyra við að hvetja liðin til dáða.

 

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.