Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar

Ferðamenn og íbúar í Vestmannaeyjum 2012 -2016

8.Apríl'16 | 09:46

Úthlutað hefur verið úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar fyrir árið 2016. Umsóknir voru 133 talsins og sótt var um samtals 365 milljónir króna. Sjóðurinn hafði hins vegar 141 milljón til ráðstöfunar. Eitt af þeim verkefnum sem hlaut styrk var ,,Ferðamenn og íbúar í Vestmannaeyjum 2012 -2016".

Eins og ávallt áður, aðeins hægt að styrkja hluta umsókna og í flestum tilvikum nær fjárveitingin ekki heildarupphæð umsóknar. Fjöldi styrktra verkefna var 86 etta árið.

Eins og fyrr segir hlaut vekefnið Ferðamenn og íbúar í Vestmannaeyjum 2012 -2016 styrk úr sjóðnum í flokknum ,,almenn verkefni". Verkefnastjóri er Rögnvaldur Guðmundsson.

Stutt lýsing á verkefninu:
Farþega- og bílaferjan Herjólfur gegnir sama hlutverki í Vestmannaeyjum og þjóðvegir til annarra þéttbýlisstaða á landinu. Verkefnið snýst um að skoða þróun ferðaþjónustu í Vestmanneyjum í tengslum við þjónustu Herjólfs og skoða breytingar í fjölda og samsetningu ferðamanna til Eyja frá árinu 2012 til 2016. Ennfremur að skoða ferðir íbúa með Herjólfi 2012-2016 o.fl.
Um er að ræða endurtekningu á rannsóknum meðal ferðamanna og íbúa í Vestmanneyjum frá árin 2012 sem rannsóknasjóður Vegagerðarinnar styrkti árið 2012.
1. Framkvæmd verður gestakönnun meðal innlendra og erlendra ferðamanna á leið frá Eyjum með Herjólfi á tímabilinu maí-september 2016 (endurtekning á könnun frá sumrinu 2012 með breytingum).
2. Könnun meðal íbúa í Vestmanneyjum, bæði um borð í Herjólfi og í landi, um afstöðu þeirra til ferðamanna og ferðaþjónustu í Eyjum, ferðir þeirra og annað.
3. Unnið verður úr upplýsingum úr gagnabanka RRF um komur erlendra og
innlendra ferðamanna til Vestmanneyja á tímabilinu 2013-2016.
4. Unnin verður ítarleg greinangerð þar sem niðurstöður verða kynntar og bornar saman við rannsóknirnar frá 2012.
(Sjá greinargerð frá árinu 2012 í viðhengi 1)
Framkvæmd og úrvinnsla verður í umsókn fyrirtækisins Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF).
Tilgangur og markmið:
Rannsóknaspurningar:
1. Hvernig hefur fjöldi og samsetning ferðamanna til Vestmannaeyja með Herjólfi (ígildi þjóðvegar til Eyja) þróast á árabilinu 2012 til 2016.
2. Hvaða breytingar hafa orðið á notkun heimamanna á Herjólfi frá 2012 til 2016, ferðavenjum þeirra og á afstöðu til ferðamanna og ferðaþjónustu í Eyjum.

Tilgangur: nýta niðurstöðurnar til að efla þjónustu Herjólfs, þjónustu við ferðamenn í Vestmannaeyjum og að aukinni heilsársferðaþjónustu.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).