Leikskólamál

Búið að semja við Sóla um að taka börn fyrr inn

7.Apríl'16 | 10:24

Nú fer senn að vora og eitt af vorverkunum er að vinna með inntökumál í leikskóla. Á næstu dögum verða bréf send út til forráðamanna með tilkynningu um leikskólapláss. Þetta kemur fram á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar.

Þá segir að inntöku barna í leikskóla verði flýtt samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar frá 31. mars sl. Búið er að gera samning við leikskólann Sóla um að taka börn fyrr inn á leikskólann og leikskólastjóri Kirkjugerðis hefur unnið ötullega að því að skapa möguleika hjá sér til að taka inn á leikskólann sem fyrst fleiri börn.

Með þessu vonumst við til að leysa fyrr úr brýnum vanda foreldra. Áfram verður unnið að því að fjölga leikskólaplássum og að inntökutímabil á leikskóla verði oftar yfir árið, segir að endingu í frétt bæjarins.

 

Þessu tengt.

 

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).