Leikskólamál

Búið að semja við Sóla um að taka börn fyrr inn

7.Apríl'16 | 10:24

Nú fer senn að vora og eitt af vorverkunum er að vinna með inntökumál í leikskóla. Á næstu dögum verða bréf send út til forráðamanna með tilkynningu um leikskólapláss. Þetta kemur fram á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar.

Þá segir að inntöku barna í leikskóla verði flýtt samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar frá 31. mars sl. Búið er að gera samning við leikskólann Sóla um að taka börn fyrr inn á leikskólann og leikskólastjóri Kirkjugerðis hefur unnið ötullega að því að skapa möguleika hjá sér til að taka inn á leikskólann sem fyrst fleiri börn.

Með þessu vonumst við til að leysa fyrr úr brýnum vanda foreldra. Áfram verður unnið að því að fjölga leikskólaplássum og að inntökutímabil á leikskóla verði oftar yfir árið, segir að endingu í frétt bæjarins.

 

Þessu tengt.

 

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.