Vestmannaeyjabær:

Útgjaldaaukning uppá rúmar hundrað milljónir

Viðaukinn við fjárhagsáætlun

6.Apríl'16 | 12:12

Bæta á í leikskólamálin í nýjum viðauka.

Í síðustu viku var kynntur viðauki við fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar. Hvorki kom fram á fundi bæjarstjórnar né í tilkynningu sem send var út í kjölfarið hver áætlaður kostnaður væri við viðaukann. Eyjar.net ræddi við Elliða Vignisson bæjarstjóra um málið.

„Á seinustu árum höfum við lagt þunga áherslu á skynsamlegan rekstur og varfærna áætlanagerð.  Með það að leiðarljósi hafa lán og skuldbindingar verið greidd upp auk þess sem hagrætt hefur verið í rekstri og þar með reynt að skapa svigrúm til að auka þjónustu án þess að leggja frekari álögur á bæjarbúa." segir Elliði og heldur áfram:

„Nú þegar árangur hefur náðst teljum við svigrúm til að auka þjónustuna við barnafjölskyldur.  Áætlaður kostnaður við þessa þjónustu aukningu er um 106 milljónir og verður hann greiddur af hagnaði seinasta árs og áhættan af rekstraraukningunni því minni en ella.

Vestmannaeyjabær hefur ríkan vilja til að vera í fararbroddi í þjónustu við íbúa og eftir því sem ríkið stendur sig verr þurfum við að gera betur.  Öll þekkjum við stóðu heilbrigðis og samgöngumála og því mikilvægt fyrir okkur að stíga fast fram.

Það er ástæða til að nefna að þessi þjónustu aukning hefur ekki áhrif á önnur áform um uppbyggingu á þjónustu og því standa að fullu áform um byggingu íbúða fyrir fatlaða og þjónustuálmu við Hraunbúðir fyrir fólk  með heilabilunarsjúkdóma svo sem Alzheimer." segir bæjarstjóri.
 

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%