Markvisst umhverfisátak framundan

6.Apríl'16 | 06:37

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja vill þakka þeim sem stóðu að umhverfisátakinu "einn poki af rusli" þar sem bæjarbúar voru hvattir til þess að taka einn innkaupapoka með sér í göngutúr og fylla hann af rusli. Þá vill ráðið þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt.

Nú þegar vorar mun Vestmannaeyjabær fjölga ruslatunnum víðsvegar um bæinn og markvisst umhverfisátak mun hefjast sem líkur með sameiginlegum hreinsunardegi þann 7. maí 2016. Þetta kemur fram í bókun Umhverfis- og skipulagsráðs.
 
Þá felur ráðið starfsmönnum sviðsins að senda áskorunarbréf um úrbætur til eigenda þeirra fasteigna og lóða sem þess er þörf. Ráðið felur starfsmönnum sviðsins að leggja fram minnisblað á næsta fundi ráðsins um þær eignir sem í hlut eiga. Komi ekki til úrbóta mun ráðið skoða úrræði sem hægt er að beita, líkt og dagsektum.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.