Litlar líkur á að siglt verði í Landeyjahöfn um helgina

6.Apríl'16 | 07:16

Ekki er búist við að hægt verði að sigla um næstu helgi í Landeyjahöfn, þrátt fyrir að dýpkunarskipið Galilei 2000 hafi getað athafnað sig á svæðinu í nokkra daga upp á síðkastið. Þá hafa einnig staðið yfir framkvæmdir innan hafnar á vegum Suðurverks.

Á facebókarsíðunni ,,Við viljum betri samgöngur" segir að dýpkun sé nánast búin en þeir hefðu þurft daginn í dag (í gær) til að klára svo hægt hefði verið að sigla en veður leyfir það ekki eins og er.

,,Spáin er okkur ekki hliðholl núna og ef hún stenst að þá verður örugglega lítið dýpkað/mælt fyrr en á sunnudaginn en það er samt möguleiki að hægt verði að dýpka og mæla á föstudaginn en það yrði ekki siglt þann dag" segir ennfremur á síðunni.

Þá má geta þess að hjálparskipið svokallaða er komið til Eyja, en það á m.a að draga efni í átt að Galilei 2000 frá þeim stöðum sem það á erfiðara með að komast á. Galilei 2000 er nú við bryggju í Eyjum en ölduduflið sýndi ölduhæð uppá 1,6 metra - klukkan 7 í morgun. Samkvæmt spá á ölduhæð að vaxa er líður á daginn og á ekki að ganga niður fyrr en á sunnudaginn.

 

 

hjalparskip

Hjálparskipið við bryggju í Eyjum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).