Eyjólfur Gíslason skrifar:

Landeyjahöfn, ferjumálin

6.Apríl'16 | 09:20

Það finnst sjálfsagt mörgum að nóg hafi verið rætt og ritað um Landeyjahöfn, en mig langar að koma inn á smíði nýrrar ferju sem veldur mörgum kvíða.

Vandræðin varðandi hönnun Landeyjahafnar eru því miður svo stór í sniðum að Sigurður Áss Grétarsson hjá Siglingamálastofnun sagði eftirfarandi við eyjar.net :

„Að gera endurbætur á Landeyjahöfn tekur í það minnsta 5 ár, en líklega frekar 10 til 15 ár. Það tekst jafnvel aldrei. Það þarf að ljúka ítarlegum rannsóknum áður en ráðist er í framkvæmdir, sem nú er ekki víst að skili nokkru. Svo taka þær sinn tíma.“

     Semsagt - úps - við klúðruðum hönnun á höfninni, en við vitum nákvæmlega hvernig ný ferja fyrir þessa höfn á að vera. Ný ferja á svo að bjarga öllu, hvort sem höfnin er full af sandi eða ekki.

     Ég vil leggja það til málanna að snarlega verði hætt við smíði þessarar ferju sem verður meira og minna gagnslaus yfir vetrartímann. Notast verði áfram við núverandi Herjólf til að sigla í Landeyjahöfn enda hefur hann sannað sig ágætlega í því, á meðan fært er vegna sandburðar. Leigð verði stór og öflug ferja til að sigla til Þorlákshafnar, það öflug að hún geti sinnt vetrarferðum þangað með sóma. Fyrst og fremst verði allir vöruflutningar með þessu skipi og svo auðvitað annar flutningur eftir því sem fólk kýs. Með þessu móti ætti alltaf að verða nægt framboð á flutningsrými til og frá Eyjum, en því miður er því ekki að heilsa í dag.

Það sem vinnst með þessu er eftirfarandi:

  1. Þegar ný ferja verður smíðuð fyrir Landeyjahöfn sem virkar, þá verður hún rétt smíðuð miðað við höfn og flutningsþörf.
  2. Nú verður loksins hægt að finna út raunverulega flutningsþörf til Eyja. Þær þarfagreiningar sem gerðar hafa verið eru með talsverðri ágiskun.
  3. Fyrirtæki í Eyjum geta treyst á örugga flutninga – alltaf.
  4. Biðlistarnir alræmdu verða úr sögunni.
  5. Loksins hafa Vestmannaeyingar öruggar samgöngur í föstum skorðum allt árið.
  6. Nú gefst tækifæri til að staldra við og íhuga vel næstu skref, án þess að ana út í einhverja óafturkræfa vitleysu.

 

Eyjólfur Gíslason

frá Bessastöðum

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).