Júníus Meyvant kemur fram á Hróarskeldu

6.Apríl'16 | 13:17

Nú fyrir stundu sendi Roskilde Festival út tilkynningu með öllum þeim flytjendum sem koma fram á hátíðinni í ár. Þar á meðal var Júníus Meyvant tilkynntur, en hann kemur fram á fimmtudeginum í Pavilion tjaldinu.

Hann er því eini íslenski flytjandinn sem kemur fram á Hróarskeldu eftir að hún er formlega hafin á miðvikudeginum, 29. júní. Framundan hjá Júníusi Meyvant er hans fyrsta breiðskífa sem verður tilkynnt á allra næstu dögum, létt spilamennska hér heima og úti en í haust verður mikið um tónleikaferðalög.

Aðrir flytjendur sem voru tilkynntir í dag með lokadagskránni eru Neil Young, Grimes, Santigold og fleiri, að því er segir í frétt Vísis.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.