Umhverfis- og skipulagsráð:

Leyfi fyrir smáhýsi í Herjólfsdal samþykkt

- fulltrúi minnihluta á móti

5.Apríl'16 | 09:35

Í gær var tekið fyrir erindi rekstraraðila tjaldsvæðis í Herjólfsdal hjá Umhverfis- og skipulagsráði. Sótt var um tímabundið leyfi fyrir 10 smáhýsi eða svokallað glamping. Ekki var einhugur í ráðinu vegna málsins og var fulltrúi Eyjalistans á móti staðsetningu smáhýsana og lagði til íbúakosningu.

Á 244. fundi Umhverfis-og skipulagsráð var tekin sú ákvörðun að Glamping svæði verði fundinn staður á tjaldsvæði Vestmannaeyjabæjar norðan við þjónustumiðstöð í Herjólfsdal. Var sú ákvörðun tekin eftir að Alta ehf. skipulagsráðgjafar höfðu gert kostamat, auk þess sem fundað hafði verið með íbúum í nálægð við tjaldsvæði á íþróttasvæði.

Í ljósi ofangreinds samþykkir ráðið að veita Friðarbóli ehf, núverandi rekstaraðila tjaldsvæðanna, leyfi til reksturs smáhýsa eða Glamping norðan við þjónustuhúsið í Herjólfsdal. Leyfið nær til 10 smáhýsa og gildir til 15.október 2016. Allar framkvæmdir á svæðinu skulu taka mið af tímabundnu leyfi og vera afturkræfar, segir í afgreiðslu ráðsins.

Erindi samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu.
 
 
Fulltrúi E-lista óskar eftir að bóka:
Vísað er til bréfs Hafdísar Kristjánsdóttur og Páls Scheving Ingvarssonar fh. Friðarbóls dags. 29.mars 2016
Ég fagna hugmyndum um byggingu smáhýsa á Heimaey í tengslum við ferðamannaþjónustu.

Ég er hinsvegar ekki tilbúinn að samþykkja heimild til byggingar smáhýsa í Herjólfsdal enda tel ég að það þurfi að fara með mikilli gát við alla mannvirkjagerð þar m.a. vegna þess að dalurinn hefur ákveðinn sess í hugum Vestmannaeyjinga með tilliti til sögu og menningar.
Í framhaldi af ofangreindu legg ég til að haldin verði íbúakosning meðal Vestmannaeyinga vegna málsins. Að þeirri könnun lokinni taki bæjaryfirvöld síðan ákvörðun í málinu.

Fordæmi eru nú þegar fyrir íbúakosningu í Vestmannaeyjum vegna umhverfis- og skipulagsmála.

Stefán Ó Jónasson
 
Fulltrúar D-lista óska eftir að bóka:
Það er mat meirihluta ráðsins að ekki sé þörf á að fara með málið í íbúakosningu enda sé hvorki um að ræða varanlegt jarðrask né óafturkræfar aðgerðir og um er að ræða tímabundið leyfi til reynslu. Þá vill meirihluti ráðsins benda á að á 244. fundi ráðsins var ráðið einhuga um að staðsetning svæðisins skyldi vera í Herjólfsdal og því skýtur skökku við að nú þegar komin er umsókn um slíkt að þá sé fulltrúi E-lista á móti áður samþykktri staðsetningu.

Margrét Rós Ingólfsdóttir
Kristinn Bjarki Valgeirsson
Ingólfur Jóhannesson
Esther Bergsdóttir
 
Fulltrúi E-lista óskar eftir að bóka:
Eftir síðasta fund Umhverfis- og skipulagsráðs og eftir að hafa skoðað betur tillögur Alta um svæðið get ég ekki samþykkt að koma smáhýsum fyrir á umræddu svæði í Herjólfsdal.

Stefán Ó Jónasson
 
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.