Páll Marvin Jónsson og Birna Þórsdóttir skrifa:

Áhersla á börn og barnafjölskyldur

4.Apríl'16 | 22:45

Á bæjarstjórnarfundi þann 31. mars síðastliðinn lagði meirihluti sjálfstæðismanna fram tillögu um aðgerðir til að auka þjónustu sveitfélagsins við íbúa. 

Tillagan var í sjö liðum sem allir snerta á þjónustu við börn og barnafjölskyldur og má þar nefna heimagreiðslur til foreldra sem nýta sér ekki þjónustu dagforeldra, auknar niðurgreiðslur á þjónustu dagmæðra, fjölgun leiksskólaplássa, aukin opnunartími frístundaheimilis og niðurgreiðsla á íþrótta- og tómstundaiðkun.

Tillagan var samþykkt af öllum bæjarfulltrúum enda málið einkar jákvætt og liður í því að ýta undir jákvæða íbúaþróun og styrkja stöðu sveitafélagsins gagnvart þeim sveitafélögum sem við berum okkur gjarnan við.

 

Fagráðin sjá um nánari útfærslur
Tillaga meirihlutans bar ekki með sér nákvæmar útfærslur á einstaka liðum tillögunnar heldur felur hún í sér að fagráð viðkomandi sviða taki að sér að sníða reglur og framkvæmd tillagnanna.

Verkefni Fjölskyldu- og tómstundaráðs verða að útfæra lengdan opnunartíma frístundaversins og niðurgreiðslu á íþrótta- og tómstundaiðkun barna á aldrinum 6 til 16 ára.

 

Frístundaver
Lengdur opnunartími frístundavers snýr að þjónustu til barna á aldrinum 6 til 11 ára. Í dag er frístundaverið opið frá 12:30 til 16:30. Í þjónustu könnun sem framkvæmd var nýlega komu fram óskir foreldra um lengingu þjónustunnar fram á sumarið en í dag lokar Frístundaverið samhliða skóla lokum í byrjun sumars og opnar aftur í byrjun skólaárs síð sumars.

Fjölskyldu- og tómstundaráð mun í samstarfi fræðsluráð og starfsmenn sviðsins og frístundavers fara yfir niðurstöður þjónustukönnunarinnar og koma með tillögur að nýjum opnunartíma í kjölfarið.

Þess má geta að Frístundaverið er með aðsetur í Þórsheimilinu og gjaldtaka fyrir þjónustuna með því lægra sem sést á landinu. Ekki er gert ráð fyrir hækkun gjaldskrár þó svo að þjónustan muni aukast.

 

Niðurgreiðsla á íþrótta- og tómstundaiðkun barna á aldrinum 6 til 16 ára
Í Vestmannaeyjum er rekið öflugt íþrótta- og tómstundastarf og er aðstaða til íþróttaiðkunar til fyrirmyndar. Rekstur málaflokksins tekur um 12,4% af heildar skatttekjum sveitasjóðs og er töluverður hluti þess rekstrar bundinn í rekstri og viðhaldi íþróttamannavirkja á vegum sveitafélagsins.

Það er því ánægjulegt að nú sé orðið svigrúm í rekstri sveitafélagsins til þess að taka í ríkari mæli þátt í kostnaði sem fellur til vegna starfseminnar. Megin markmið tillögunnar er að létta undir með foreldrum með kostnaðar þátttöku ásamt því að hvetja til almennrar tómstunda- og íþróttaiðkunar.

Fjölskyldu og tómstundaráð ásamt starfsmönnum sviðsins munu taka að sér að vinna áætlun um framkvæmd tillögunnar og reglur um niðurgreiðsluna. Fyrir liggur að öll börn á 6 til 16 ára aldir fái niðurgreiðslu að upphæð 25 þúsund krónur og kemur ekki til skerðingar þó svo að fleiri en eitt barn er á heimili. Áætlað er niðurgreiðslurnar hefjist 1. janúar 2017.
 

Páll Marvin Jónsson formaður fjölskyldu og tómstundaráðs
Birna Þórsdóttir varaformaður fjölskyldu og tómstundaráðs
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.