Ekkert siglt í fjóra mánuði

31.Mars'16 | 07:03
galilei_omh

Galilei 2000 við dýpkun í Landeyjahöfn. Mynd/Ólafur Már Harðarson.

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur hefur ekki siglt til Landeyjahafnar frá 23. nóvember síðastliðnum – eða í rúmlega 129 daga. Stórvirkar vinnuvélar og dæluskip vinna að því að opna höfnina og gera áætlanir ráð fyrir að það muni kosta 110 milljónir króna.

Heildarkostnaður við dýpkun, mælingar, útboð og fleira árið 2015 var 625 milljónir króna. Þar af kostaði viðhaldsdýpkun um 400 milljónir en frá því að höfnin var opnuð um mitt ár 2010 fram til loka árs 2014 hafði 1,1 milljarði króna verið varið til dýpkunarframkvæmda. Í byrjun var búist við að dæla þyrfti upp 30 þúsund rúmmetrum af sandi á ári. Raunin hefur verið sú að dæla hefur þurft milli 250 og 300 þúsund rúmmetrum af sandi upp úr höfninni á ári síðastliðin ár.

 

Fréttablaðið greinir frá.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is