Minnisblað vegna Landeyjahafnar og ferju:

Módelprófanir hafa leitt í ljós að ferjan uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar voru til hennar

Ófært þegar aldan er 125m löng og 3m á dufli

30.Mars'16 | 15:24

Í minnisblaði frá 21. janúar um Landeyjahöfn og nýhannaða ferju sem Eyjar.net hefur undir höndum - unnið af Sigurði Áss Grétarssyni kemur m.a fram að módelprófanir af ferju hafa leitt í ljós að ferjan uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar voru til hennar og því þarf að breyta því mati sem sett var fram í maí sl.

Minnisblað þetta byggist á minnisblaði frá því í maí síðastliðnum, hönnun og rannsóknum á nýrri ferju og skýrsludrögum um rannsóknir á aðstæðum við Landeyjahöfn. Sett er fram áætluð geta ferju til siglinga í Landeyjahöfn sem tekur mið af þeim módelprófunum sem gerðar hafa verið af nýju ferjunni auk siglinga Baldurs og Herjólfs. Módelprófanir af ferju hafa leitt í ljós að ferjan uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar voru til hennar og því þarf að breyta því mati sem sett var fram í maí sl.

Settar eru fram þrjár spár um getu ferjunnar til að nýta Landeyjahöfn: Láspá, miðspá og háspá þar kemur fram hlutfall þess tíma sem siglt er til Landeyjahafnar. Háspá byggist á því að nýja ferjan geti siglt við svipaðar aðstæður til Landeyjahafnar og Baldur. Dýpi í höfninni haldist meira 5,0 m yfir háveturinn og um 6,0 m á öðrum árstíma. Dýpi á rifinu sveiflist í takt við náttúruna. Miðspá byggist á að ferjan sigli í samræmi við rannsóknir á nýrri ferju og væntingar með tilliti til öldu og dýpis. Dýpi í Landeyjahöfn miðast við 4,5m yfir háveturinn en dýpi á rifinu sveiflist í takt við náttúruna. Láspá miðast við að ferjan sigli undir væntingum m.t.t öldufars og að dýpið í hafnarmynni verði svipað eins og sl. 5 ár. Yfir háveturinn en því haldið í 6,0 m í um 7 mánuði á ári, að því er segir í inngangi minnisblaðsins.

Sett er svo fram hugmyndafræðin um hvernig staðið er að dýpkun Landeyjarhafnar.

 

Mannleg hegðun hefur áhrif á siglingar

Ef rýnt er nánar í minnisblaðið kemur m.a fram að þeir þættir sem hafa áhrif á siglingar er öldufar, vindur, dýpi og mannleg hegðun.

Í kaflanum um ferjuna segir að hvort og hvenær ferjan sigli sé háð nokkrum umhverfisþáttum sem eru m.a vatnsdýpi, kennialda, sveiflutími öldu, öldustefna, vindur og vindstefna.

Kröfur til ferju miðuðust við að geta siglt í 3,5 m kenniöldu á dufli og dýpi á rifi 5,0 m og hafnarminni 4,5 m. Niðurstöður rannsókna að teknu tilliti til siglinga Herjólfs og Baldurs leiða í ljós að nýja ferja ræður ekki við þessi hönnunarmörk. Þannig að endurskoða þarf frátafir miðað við það.

 

Gert er ráð fyrir að nýja ferjan eigi ekki í erfiðleikum með stefnufestu

,,Gert er ráð fyrir að nýja ferjan eigi ekki í erfiðleikum með stefnufestu en rannsóknir náðu ekki að útiloka það. Miðað er við að sveiflutími öldu og ölduhæð gefi vísbendingu um það. Gert er ráð fyrir að erfiðleikar með siglingu muni vera samspil ölduhæðar og sveiflutíma hennar. Miðað er við að þegar sveiflutími er yfir 9 sekúndur og ölduhæð yfir 3,0m falli ferð niður. Líklega ræður ferjan við hærri mörk en það verður örugglega krefjandi fyrir skipstjórana að yfirstíga það.‘‘

 

Foksandur, aurburður og botnskrið

,,Sandburður í Landeyjahöfn er af þrennum toga: Foksandur, aurburður og botnskrið. Foksandurinn og aurburðurinn setjast innan hafnar í rennu og innri höfn. Reynslan hefur sýnt að foksandurinn og aurburðurinn munu ekki valda frátöfum fyrir grunnrista ferju. Botnskriðið á sér hins vegar stað á rifi og í hafnarmynni. Eins og reynslan sýnir getur dýpi þar orðið of lítið fyrir nýju ferjuna.‘‘

Þá segir í minnisblaðinu að í reynd sé unnt að hafa alltaf nægt dýpi fyrir nýju ferjuna, þetta er bara spurning um kostnað. Þá er reiknað með í láspá að 28 dagar falli niður, í miðspá falli niður 23 dagar og í háspá falli niður siglingar í 18 dagaí Landeyjahöfn. Þá segir að óvissa sé um matið en reynt sé að hafa það varkárt.

 

Í hnotskurn

Athygli vekur að þegar nýja ferjan stenst ekki módelprófanir, þá er farið að miða við að ferjan hljóti að geta gert sama og Baldur sem var hannaður sem fljótabátur árið 1970.
Einnig er athyglisvert að núna er miðað við að sandurinn fyrir framan hafnarmynnið verði ekki vandamál. Sett fram einhver hugmyndafræði um að þetta helsta vandamál hverfi með nýju ferjunni.
Athyglisvert að miða við gamla Herjólf í lágspá og halda að því fram að frátafir séu einungis 28 dagar, þegar við höfum verið að telja frátafirnar í mánuðum ekki í dögum fram að þessu?
Nýja ferjan á einungis að minnka frátafir um heila 5 daga frá núverandi Herjólfi miðað við láspá og miðspá.

 

Eyjar.net mun á næstu dögum leita viðbragða hjá aðilum sem til þekkja.

Hér má skoða umrætt minnisblað.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.