Málefni Landeyjahafnar:

Bærinn styrkir Ferðamálasamtökin vegna borgarafundar

29.Mars'16 | 14:19
landeyjahofn_hus_2

Frá Landeyjahöfn.

Á fundi bæjarráðs nú í hádeginu var tekið fyrir erindi frá Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja þar sem óskað er eftir styrk að hluta til að halda borgarafund um málefni Landeyjahafnar.

Í erindinu kom fram mat samtakana að umræða um Landeyjahöfn sé gjarnan byggð á getgátum og litlum eða jafnvel röngum upplýsingum. Því sé mikilvægt að upplýst umræða fari fram um höfnina og þá ferju sem á að smíða og hafa því Ferðamálasamtök Vestmannaeyja ákveðið að standa fyrir borgarafundi með það að markmiði að upplýsa Eyjamenn um stöðu hafnarinnar, smíðina á nýrri ferju og hvað hægt sé að gera þar til að höfn og ferja eru farin að nýtast sem heilsárs samgöngumannvirki.

Vegna þessa óska samtökin eftir stuðningi bæjarráðs. Bæjarráð fagnar framtaki ferðamálasamtaka Vestmannaeyja og hvetur eindregið til þess að slíkur fundur fari fram svo fljótt sem verða má. Ráðið lýsir sig viljugt til að styðja við ferðamálasamtökin með öllum ráðum og þar með að veita samtökunum fjárhagslegan stuðning vegna þessa verkefnis.

Bæjarráð felur bæjarstjóra framgang málsins, segir í bókun ráðsins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.