Halldór Bjarnason skrifar:

Nóg komið af bulli

26.Mars'16 | 11:29

,,Gefur ekki mikið fyrir fullyrðingar skipstjórans á Dísu.” Svona hljóðar fyrirsögn á nýjustu grein Sigurðar Áss í Eyjafréttum og hann bætir um betur og segir það hafa mörg viðtölin verið birt um Landeyjahöfn fullar af rangfærslum og mörg eru líklega enn óbirt.

Þarna komum við sennilega að kjarna málsins. Mikið hefur þessi maður sagt okkur Vestmannaeyingum í ræðu og riti um Landeyjahöfn, sem nánast allt hefur verið stílfært jafnvel blekkt og eða á hreinni íslensku logið að okkur. Og enn er hann að ljúga að okkur, núna varðandi nýsmíðina. Það að smíða nýtt skip leysi vanda hafnarinnar. Að fenginni reynslu af þessum blekkingum og lygum þínum er traust okkar Vestmannaeyinga á þér og stofnun þinni ekkert.

 

Þrír kostir í stöðunni í Landeyjahöfn?

Í lok febrúar var sami maður í viðtali undir fyrirsögninni „Þrír kostir í stöðunni í Landeyjahöfn“. Hér ætla ég að reyna að rökstyðja ofangreindar fullyrðingar um ósannindi þessa manns máli mínu til stuðnings.

„Það eru þrír aðalkostir í stöðunni núna“,segir Sigurður Áss Grétarsson framkvæmdastjóri Siglingasviðs Vegagerðarinnar. „Þeir eru að bjóða út smíði nýrrar ferju, að gera verulegar endurbætur á höfninni eða afskrifa Landeyjahöfn og hanna nýtt skip til siglinga í Þorlákshöfn.“ Sigurður segir að smíði nýju ferjunnar taki langstystan tíma og kosti minnst.

Þetta er rangt. Langstystan tíma tekur að leigja ferju. Hún gæti verið komin hingað í sumar. Þá fengjum við mælingu á hver raunveruleg flutningsþörf væri. Takið eftir að strax fyrsta heila árið sem siglt var í Landeyjahöfn fóru tæplega 300.000 farþegar milli lands og eyja. Í dag er það enn um 300.000 farþegar, þrátt fyrir að aukning ferðamanna hafi verið 20 – 40% á ári öll þessi ár. Þetta segir okkur að ferjan er of lítil.

„Að gera endurbætur á Landeyjahöfn tekur í það minnsta 5 ár, en líklega frekar 10 til 15 ár“, segir Sigurður Áss Grétarsson. „Það tekst jafnvel aldrei.  Það þarf að ljúka ítarlegum rannsóknum áður en ráðist er í framkvæmdir, sem nú er ekki víst að skili nokkru. Svo taka þær sinn tíma.  Að afskrifa Landeyjahöfn eða gera hana að sumarhöfn er annað mál.  Smíði hraðskreiðrar ferju kostar margfalt meira en þeirrar sem er á teikniborðinu. Skip af þeirri stærð sem talað er um og á að geta siglt til Þorlákshafnar á 2 tímum, mun aldrei passa fyrir Landeyjahöfn. Það þarf líka að hanna og smíða það. Svo þyrfti að stækka ferjuaðstöðuna bæði í Þorlákshöfn og í Vestmannaeyjum.“

Þetta er einnig rangt. Vestmannaeyingar muna margir hverjir eftir skipinu St. Ola sem leysti Herjólf af á sínum tíma. Það þurfti ekki að stækka ekjubrýr fyrir hana. Einungis að gera minniháttar breytingar sem kosta svipað mikið og hálfur dagur í dýpkun í Landeyjahöfn. Það sama gildir um ferju sem bent hefur verið á að gæti hentað og er grísk.

,,Landeyjaferjan er aðeins einum metra styttri en gamli Herjólfur, en ristir miklu grynnra og á að geta siglt miklu oftar í Landeyjahöfn á hverju ári. Hún er hönnuð til að flytja 40% fleiri bíla og verður að hluta rafdrifin. „Nýja ferjan gæti líklega siglt í Landeyjahöfn í dag. Svo má ekki gleyma að svona ferja afskrifast á mörgum árum og er því seljanleg”.

Vek athygli á orðalaginu ,, á að geta siglt miklu oftar í Landeyjahöfn”. En mun hún gera það, er svo aftur annað mál. Ekki treysti ég því, komandi frá þessum manni!

Það er einnig rangt hjá Sigurði Áss að í lok febrúar er þessi grein var rituð að nýja ferjan væri að sigla í Landeyjahöfn. Ja, það hefði þá bara orðið ein ferð, þar sem skipið sæti fast í sandinum mikla.

Til að ljúka þessari yfirreið úr þessari grein hans þá dreg ég það stórlega í efa að umrædd ferja verði seljanleg, líkt og hann heldur fram. Flest allar ferjur sem hannaðar eru í dag hafa ganghraða uppá 20 – 25 sjómílur að lámarki. Hver haldið þið að líti við ferju sem gengur 14 mílur?

Til samanburðar má geta þess að ef allt vélarafl væri nýtt að fullu í núverandi Herjólfi gengi hann 18-19 mílur.

 

Nýjan mann í brúnna, takk!

Því legg ég til að þú, Sigurður Áss segir þig frá verkinu, ef ekki þá verði þú leystur frá því. Það er nefnilega þú sem hefur verið staðinn að rangfærslum, blekkingum og hreinum lygum þínum sjónarmiðum og stofnunar þinnar til framdráttar sem virkar svo öfugt því allavega sjá bæjarbúar hér í Eyjum í gegnum þvæluna og það mælist vel í könnunum. Það er komið nóg af bulli og miklu meir en það.

Við bæjarstjórn Vestmannaeyinga segi ég, farið að vinna eftir því sem meirihluti okkar bæjarbúa vill samanber mjög svo vandaða skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir Eyjar.net. Hún er afdráttarlaus. Þið ættuð að fá einhvern til að lesa út úr niðustöðum fyrir ykkur svo þið skiljið hana. Þið eruð kosin til að vinna fyrir okkur. Þið eruð greinilega að gera annað, því vil ég koma með tillögu til ykkar sem væri afdráttarlaus, um að bæjarstjórnin hlutist til um íbúakosningu varðandi samgöngumál, tillögur sem Sveinn Rúnar Valgeirsson setti fram í minnisblaði sem unnið var fyrir fjárlaganefnd Alþingis og gætu verið grunnur, en þær eru.

  1. Fá leigða hentuga ferju sem tæki um 150 bíla og 700 til 1000 farþega til að leysa bráðan vanda Vestmannaeyinga í samgöngumálum. Með þessu kæmi fljótt í ljós þörfin á nauðsynlegri stærð á ferju til að anna flutnings þörf í samgöngumálum Vestmannaeyja.
  2. Hanna ferju sem væri  stærri en núverandi hugmynd af ferju, sem tæki mið af flutningsþörf Vestmannaeyja, þar sem fram kæmi hver væri fórnarkostnaður í frátöfum frá núverandi hugmynd. En það er komið á daginn að frátafir munu ekki breytast til muna skv. nýjustu tölum.
  3. Halda áfram með litlu ferjuna, eftir að búið er að staðreyna gögn smíðanefndar.

Ég hef reyndar litla trú á að farið verði í íbúakosningu miðað við fyrri vinnubrögð bæjarstjórnarinnar, en það verða sveitastjórnarkosningar 2018.  Þá fær fólk tækifæri til að segja skoðun sína á vinnubrögðunum. Kannski verða breytingar þá.

 

Með ósk um gleðilega páska

Halldór Bjarnason

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%