Margbreytilegt listalíf í hálfa öld

26.Mars'16 | 07:06

Sigurgeir Jónasson ljósmyndari verður með  sýningu á yfir 200 rúllandi ljósmyndum á stóru tjaldi  í  Viskusalnum á jarðhæð Strandvegs 50 mánudaginn 28. mars nk. - öðrum í Páskum kl. 15.00.

Kári Bjarnason og Arnar Sigurmundsson munu verða Sigurgeir til aðstoðar eins og síðast  og  gestir munu einnig leggja orð  í belg.  Að þessu sinni verður farið yfir liðlega 200 ljósmyndir á stóru sýningartjaldi  og  tengjast þær  listalífinu í Eyjum í hálfa öld - fyrir og eftir gos.

Einstaklingar í myndlist, tónlist, kvikmyndum og  menningu koma þar við sögu.  Í kaffiihléi mun þeir félagar Árni Johnsen og Sigurmundur Gísli Einarsson, -Simmi - taka nokkur  Eyjalög.   Að því loknu verður sýndur 12 mínúta bútur úr  kvikmynd Páls Steingrímssonar og Ernst Kettlers, sem ekki var lokið við,  en sögusviðið er Vestmannaeyjar fyrr á öldum á  tíma áraskipanna. 

Reiknað er með að myndasýningin taki 60 mínútur  og kaffið, tónlistin og kvikmyndandabúturinn  samtals um 30 mínútur og öllu verði lokið um kl. 16.30. Á fyrstu myndasýningunni á þessu ári voru gestir liðlega 80 talsins - fullur salur-  en nú hefur verið bætt við nýjum stólum til að það fari sem best um gesti.

Þjóðhátíðartjald til sölu

16.Október'20

Er með til sölu þjóðhátíðartjald með innbúi. Þrír bekkir, kommóða og borð fylgir með, auk skrauts. Verð 300.000,- Nánari upplýsingar veitir Viktor í síma 845-0533.  

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-