Margbreytilegt listalíf í hálfa öld

26.Mars'16 | 07:06

Sigurgeir Jónasson ljósmyndari verður með  sýningu á yfir 200 rúllandi ljósmyndum á stóru tjaldi  í  Viskusalnum á jarðhæð Strandvegs 50 mánudaginn 28. mars nk. - öðrum í Páskum kl. 15.00.

Kári Bjarnason og Arnar Sigurmundsson munu verða Sigurgeir til aðstoðar eins og síðast  og  gestir munu einnig leggja orð  í belg.  Að þessu sinni verður farið yfir liðlega 200 ljósmyndir á stóru sýningartjaldi  og  tengjast þær  listalífinu í Eyjum í hálfa öld - fyrir og eftir gos.

Einstaklingar í myndlist, tónlist, kvikmyndum og  menningu koma þar við sögu.  Í kaffiihléi mun þeir félagar Árni Johnsen og Sigurmundur Gísli Einarsson, -Simmi - taka nokkur  Eyjalög.   Að því loknu verður sýndur 12 mínúta bútur úr  kvikmynd Páls Steingrímssonar og Ernst Kettlers, sem ekki var lokið við,  en sögusviðið er Vestmannaeyjar fyrr á öldum á  tíma áraskipanna. 

Reiknað er með að myndasýningin taki 60 mínútur  og kaffið, tónlistin og kvikmyndandabúturinn  samtals um 30 mínútur og öllu verði lokið um kl. 16.30. Á fyrstu myndasýningunni á þessu ári voru gestir liðlega 80 talsins - fullur salur-  en nú hefur verið bætt við nýjum stólum til að það fari sem best um gesti.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.