Yfirlýsing frá Eyjalistanum:
Landeyjahöfn & ný ferja
26.Mars'16 | 13:57Er það mat okkar hjá Eyjalistanum að nú sé orðið tímabært að boðað verði til borgarafundar um samgöngumál til þess að upplýsa íbúa um ferjumál og samgöngur á sjó.
Hér í bæ ganga hinar og þessar fréttir um samgöngumál milli manna og er það á skjön við það sem birtist í fjölmiðlum. Teljum við það sé best fyrir Vestmannaeyjar sem heild að allir séu vel upplýstir, á þeim grundvelli getum við gert betur.
Þá leggur Eyjalistinn til að bæjarstjórn beiti sér fyrir því að haldinn verði borgarafundur með öllum aðilum sem koma að samgöngumálum á sjó. Þar er vettfangur fyrir íbúa að fræðast og spyrjast fyrir um eitt stærsta mál eyjanna núna seinni ár.
Eyjalistinn.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...