Fleiri fljúga til Eyja

25.Mars'16 | 21:15

Fleiri fljúga milli lands og Eyja þegar Landeyjahöfn er lokuð. Þetta segir framkvæmdastjóri Flugfélagsins Ernis. Á miðvikudaginn fyrir páska flugu um tvöhundruð manns með félaginu til Vestmannaeyja.

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar um páskana þar sem Landeyjahöfn er lokuð. Höfnin er full af sandi og illa hefur gengið að dýpka. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur sagt að Eyjamenn séu búnir að fá nóg eftir áralöng vandræði með höfnina. Fyrirtæki í ferðaþjónustu séu á leið í þrot vegna ástandsins. Ferðamenn og fleiri leggi ekki á sig þriggja tíma siglingu frá Þorlákshöfn.

„Ég skil áhyggjur Vestmannaeyinga mjög vel. Samgöngur til Vestmannaeyja skipta gríðarlega miklu máli og þar er Landeyjahöfn í lykilhlutverki,“ segir Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í samtali við Rúv.

Innanríkisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu að nýrri samgönguáætlun. Í henni er lagt til að ný Vestmannaeyjaferja hefji siglingar árið 2018.

„Við myndum öll vilja flýta því en ferjan og undirbúningur er langt á veg kominn og mér skilst að í rauninni eigi bara eftir að ákveða útboðsferlið. Og þar skiptir máli hvort það verði byggð ný ferja og ríkið kaupi hana eða hvort hún verði byggð og gerður þjónustusamningur við ríkið til 12 ára. En það tekur einfaldlega þennan tíma að smíða nýja ferju,“ segir Höskuldur.

20.000 farþegar á ári

En það er ekki aðeins hægt að fara sjóðleiðina milli lands og Eyja því flugfélagið Ernir býður upp á reglubundið áætlunarflug til Vestmannaeyja. Ferðunum hefur stöðugt fjölgað og er nú svo komið að félagið fer þrjár ferðir á dag til Vestmannaeyja.

„Á meðan höfnin er ekki starfhæf erum við í stöðugum flutningum með farþega til og frá Eyjum,“ segir Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Flugfélagsins Ernis.

Miðvikudaginn fyrir páska var óvenjumikið að gera en þá voru farnar sex ferðir til Eyja með samtals um 200 farþega.

„En yfir heildina á ársgrundvelli gerum við ráð fyrir að þetta verði svona 20.000 farþegar.“

Takið þið eftir því að þegar Landeyjahöfn er lokuð, að þá sé meira að gera hjá ykkur?

„Já á vissum árstímum, sérstaklega þegar veðrið er ekki alltof gott og þungt í sjóinn, þá veigrar fólk sér við að sigla í Þorlákshöfn,“ segir Hörður.

Mismunandi möguleikar

Nokkrir möguleikar koma til greina ef ferðast á frá Reykjavík til Vestmannaeyja:

1. Ef Landeyjahöfn er opin þarf að keyra 133 kílómetra sem tekur um tvo tíma og sigla svo til Eyja sem tekur um hálftíma. Miði í ferjuna kostar 1.320 krónur og gróft reiknað má ætla að bensínið kosti um 2.300. Heildarverð getur því verið um 3.620 krónur.

2. Ef Landeyjahöfn er ekki opin er siglt frá Þorlákshöfn. Það tekur um 45 mínútur að keyra þangað og siglingin tekur um þrjá tíma. Miði í ferjuna kostar 3.420 og ætla má að bensínið kosti um 900 krónur. Heildarverð getur því verið um 4.320 krónur.

3. Fyrirtækið Atlantsflug býður upp á flug frá Bakka. Þangað tekur tvo tíma að keyra, flugið tekur 15 mínútur og kostar 8.500. Bensínið kostar um 2.300 og því er heildarverð um 10.800 krónur.

4. Og að fljúga beint frá Reykjavík með Erni tekur 25 mínútur og kostar 10.900 krónur.

„Herjólfur er með niðurgreidd fargjöld um hundruð milljóna á ári. En við gerum þetta allt á viðskiptalegum grundvelli. Bara skattar af farmiðunum okkar eru hærri en fargjaldið með Herjólfi. Þannig að það er ekki hægt að bera þetta saman, niðurgreiddar samgöngur og svo flug á viðskiptalegum forsendum,“ segir Hörður.

 

Rúv.is greindi frá.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).