Framkvæmdir framundan á Strandvegi

24.Mars'16 | 07:59
lagnaleid_strandvegur_2016

Hér má sjá lagnaleiðina.

Fyrir umhverfis og skipulagsráði lá fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi á Strandvegi. Um er að ræða leyfi fyrir lagnastokki sem HS-veitur hyggjast framkvæma. 

Framkvæmdatími skiptist á þrjá verkhluta:

1. 1/4-31/5 frá Skildingavegi að Bárustíg
2. 1/6-31/7 frá Bárustíg að Strandvegi 16
3. 1-31/10 frá Strandvegi að Tangagötu 1
 
Ráðið samþykkir eftirfarandi framkvæmdatímabil, fyrir verkhluta frá Skildingavegi að Bárustíg skulu framkvæmdir vera á tímabilinu 1/4-31/5 og fyrir aðra verkhluta á tímabilinu 7/8-31/10.

Ráðið leggur áherslu á vandaðan frágang og að röskun á svæðinu verði með minnsta móti á framkvæmdatíma. Ráðið áréttar að framkvæmdir skulu ekki dragast umfram veitt tímamörk og felur framkvæmdastjóra sviðsins eftirfylgd málsins, segir í bókun ráðsins.
 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is