Kosið um Löngugöng í næsta mánuði

23.Mars'16 | 11:58

Allt stefnir nú í að kosið verði um hvort og þá hvaða leið verður valin til að auka aðgengi út í Löngu. Umhverfis-og skipulagsráð mælist til þess að íbúakosning vegna Löngu verði haldin 11. og 12. apríl og á einungis eftir að fá blessun bæjarstjórnar á tillögu ráðsins.

Hægt verður að kjósa rafrænt með Íslykli til miðnættis þess 12.apríl en jafnframt verður hægt að kjósa á skrifstofu Umhverfis-og framkvæmdasviðs að Skildingavegi 5 umrædda daga milli kl. 09 og 12, að því er segir í afgreiðslu ráðsins.
 
Spurningar sem ráðið leggur til að verði lagðar fyrir kjósendur eru:
 
Vilt þú auka aðgengi að Löngu?

Nei
 
Ef já, með hvaða hætti?
Göng gegnum Heimaklett
Göngubrú meðfram Heimaklett
Með öðrum hætti: ____________
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.