Dýpkun við Landeyjahöfn:

Hjálparskip á leiðinni

23.Mars'16 | 08:02
Gaililai_2000

Galilei 2000 fær brátt annað skip til aðstoðar.

Um páskana er væntanlegt til landsins skip sem á að aðstoða Galilei 2000 við dýpkun í og við Landeyjahöfn. Þetta staðfesti Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar við Eyjar.net.

Er hann var spurður um hvað þetta hjálparskip ætti að gera sagði hann að það ætti m.a að draga efni að Galilei 2000 sem átt hefur í vandræðum með að athafna sig við höfnina.

Samkvæmt heimildum Eyjar.net er um mun minna skip að ræða en þau sem verið hafa við dýpkun í Landeyjahöfn. Er Sigurður Áss var spurður um hver bæri kostnaðinn af komu skipsins var svarið stutt og laggott „þeir" og átti hann við belgíska fyrirtækið Jan De Nul sem er með samning um dýpkun Landeyjahafnar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.