Uppbygging Eimskips

Fyrsti hafnarkraninn í Eyjum

23.Mars'16 | 15:06

Á næstu dögum verða tímamót í flutningum um Vestmannaeyjahöfn þegar Eimskip tekur í notkun Jarlinn sem er sérhæfður hafnarkrani. Staðsetning kranans í Vestmannaeyjum gerir það mögulegt að hafa kranalaus skip á Gulu línunni, en slík skip er mun hagkvæmari í rekstri.

Eimskip hefur einnig tekið skip á leigu sem þjónar Gulu línunni og mun skipið bera nafnið Bakkafoss. Bakkafoss er skip af sömu gerð og Lagarfoss sem Eimskip smíðaði og fékk afhent árið 2014. Skipið er um 900 gámaeiningar að stærð og tekur því um 180 gámaeiningum meira en Brúarfoss sem mun flytjast yfir á Grænu línuna í þjónustu við Norður-Ameríku. Brúarfoss leysir Selfoss af hólmi sem er í söluferli hjá félaginu.

Uppbygging Eimskips í Vestmannaeyjum hefur verið töluverð undanfarið enda um að ræða mikilvæga útflutningshöfn. Ný og endurbætt þjónustuskrifstofa var opnuð nýverið og nú bætist hafnarkraninn við sem og nýtt skip á Gulu línunni eins og áður hefur komið fram. Kraninn gerir það að verkum að öll vinna við skip félagsins verður markvissari og hagkvæmari enda eykst hraði við afgreiðslu skipa og þjónustuöryggið verður meira.

Brynjar Viggósson, forstöðumaður áætlunarflutninga segir að tilkoma hafnarkranans til Vestmannaeyja, sem er ein af mikilvægustu viðkomuhöfnum Eimskips, auki til muna áreiðanleika siglingakerfis Eimskips.

„Uppistaðan í flutningum okkar frá Vestmannaeyjum eru sjávarafurðir. Gula línan hefur verið ein mikilvægasta flutningaleið Íslendinga og Færeyinga með ferskan fisk á markaði í Bretlandi og á meginland Evrópu. Áreiðanleiki og hraði skiptir því höfuðmáli og eru þessar breytingar til þess fallnar að mæta kröfum viðskiptavina Eimskips enn frekar“ segir Brynjar í fréttatilkynningu frá Eimskip.

Þeir sem vilja fylgjast með því þegar skipið kemur með kranann til Vestmannaeyja á skírdag er bent á að hægt er að fylgjast með ferðum skipsins sem flytur kranana hér​.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.